sunnudagur, janúar 30, 2005

Jahh viti menn...

Ég er ennþá lifandi og ákvað að skella inn einum pistli þó að ég hafi ekki hugmynd um það hvort einhver villist hingað inn ennþá (ef svo er endilega commentiði á frammistöðuna).

Ég er ekki búinn að vera að gera mikið eftir áramótin sem áttu sér stað fyrir mánuði síðan, allaveganna ekkert merkilegt. Ég er jú búinn að vinna eins og hestur eins og venjulega, horfa mikið á þætti og myndir, lítið sem ekkert búinn að djamma, bara þetta venjulega.

Ég er ennþá að jafna mig eftir svakalega törn sem við tókum í vinnuni í síðustu viku, en þannig var að við þurftum að fara að slípa einhvern sal á einhverri heimagistingu rétt hjá höfn í hornafirði. Við leggjum af stað kl. 05:00 á mánudeginum og erum komnir þangað á hádegi þar sem vegurinn yfir mýrdalssandinn var ekkert nema ísfilma og við á ónelgdum dekkjum og þurftum því að keyra á 30 km/klst max. Við erum byrjaðir að vinna um hálf 2 og sjáum fram á það að þetta verður eintómt helvíti og pöntuðum meiri pappír og fengum annan mann til að koma líka, við hættum að vinna kl. 21:00 á mánudeginum og fórum að sofa. Á þriðjudeginum byrjuðum við kl. 06:00 og unnum stíft allann daginn fram á miðnætti. Á miðvikudeginum byrjuðum við líka kl. 06:00 og unnum stíft þangað til að við vorum búnir að öllu kl. 05:00 morguninn eftir. En þá var ekki haldið af stað í bælið heldur var lagt í hann til Reykjavíkur þar sem maðurinn sem við fengum var að fara í eitthvað atvinnuviðtal strax eftir hádegið á fimmtudeginum. Þannig að það má með sanni segja að ég hafi verið að í 30 klst. þar sem ég gat engann veginn sofnað á leiðinni vegna þrenglsa í bílnum.

Nú er bústaða - reunion komið niður á blað og að ég held þá er kominn bústaður á hreint. Þannig að nú þarf maður að fara að pússa rykið af bústaðadjammgræjunum og leyfa sér að detta í gírinn því þetta skellur á eftir tvær vikur. Loksins segir maður nú bara þar sem þetta er búið að vera í planleggingu í nokkur ár núna. Bara að vona að öll klíkan geri sér fært um að koma.

Svo hefur maður nú verið að pæla í því hvort einhver sniðugur bekkjarfélagi sem býr í hólminum fari ekki að skipuleggja eitt stykki bekkjarreunion, svona áður en við deyjum úr elli. Hvernig væri það nú ???

En allavega er ég farinn að horfa á That 70's show....

Zorro out....

fimmtudagur, desember 30, 2004

Gleðileg jólin....

Já jólin komin og farin og ekki kvarta ég eftir þau. Eyddi þeim í fyrsta skipti hjá tengdó þar sem mamma og siggi eru úti á Kanarí og ekki var það nú slæmt.

búinn að vera í tölvurugli eða ég er nú með tölvuna mína en skjárinn á tölvunni hennar mömmu dó á aðfangadag og ég búinn að vera netlaus síðan en ég fékk lánaðann skjá hjá frændfólki til að komast á netið og í Call of Duty.

Ég er bara í góðum fíling og bíð spenntur eftir áramótum, ég held að stefnan sé tekin á fiskana en er samt ekki viss, maður fer þangað sem straumurinn liggur.

segja þetta nóg í bili....

Zorro out....

fimmtudagur, desember 23, 2004

Burrr.....

Já það var kalt í höfuðborginni í dag. Ég heyrði í mömmu og þau sátu á sundlaugarbakkanum í sundfötum og voru að slappa af í sólinni og Björg var að leika sér í lauginni, þetta er svolítið ósanngjarnt. En kuldinn fylgir víst jólunum á flestum stöðum en hann er alltaf á íslandi, allt fokking árið.

Yeahh!!! við komum í hólminn á morgun, shit hvað mig hlakkar til. Herdís er að vinna til 23:00 í kvöld en er komin með frí á morgun. Einhverra hluta vegna, mér skildist að það hafi verið einhver miskilningur, en það er bara mjög gott. Þá getur maður sennilega verið fyrr á ferðinni.

Nýju uppáhalds þættirnir mínir eru án efa "That 70's Show", ég er búinn að horfa núna á fyrstu tvær seríurnar og þetta er endalaust fyndið. Ég hef horft á þetta einn þar sem Herdís er ekki alveg að fíla þetta og ég sit og hlæ og hlæ, aleinn, ekki eru það margir þættir sem gera mér það.

En við sjáumst kannski á morgun og ef ekki á morgun þá sjáumst við allavega um jólin og fram yfir áramót.

Zorro out....

þriðjudagur, desember 21, 2004

Brekkan er kennd er við lækinn...

Já fórum í gærkveldi á Lækjarbrekku, á jólahlaðborð sem var með eindæmum gott, ég smakkaði eiginlega allt og hef aldrei á ævi minni verið eins saddur og þá. Þetta var allt hvert öðru betra hjá þeim og það besta var að við borguðum ekki krónu.

Nú er þetta að skella á, þ.e.a.s. jólin og allt það. Mamma, Siggi og Björg fara út í dag. Heyrði í mömmu í morgun og þau áttu að fljúga út klukkan 9 en þegar þau voru búin að skrá sig inn og komin upp í fríhöfn klukkan 8 þá fengu þau að vita það að fluginu var seinkað til hádegis, þannig að þau eru væntanlega að labba um borð í vélina núna eða eitthvað.

Jæja það er einhver ritstífla hjá mér í dag þannig að ég ætla að fara að horfa á That 70's show, snilld....

Zorro out....

föstudagur, desember 17, 2004

Jólaskjóla...

Já já, nú er maður kominn í frí fram yfir áramót. Ekki seinna vænna þar sem maður er búinn að vinna 170 klst. það sem af er mánuði, sem er nokkuð gott.
Svo verður maður í yfirlæti á brekkunni sem kennd er við lækinn, nánar tiltekið Lækjarbrekku á mánudagskvöldið, en Gólfþjónustan er að bjóða mér og Herdísi á hlaðborð, ekki verður það nú amalegt að fara og éta eins mikið og maður getur í sig látið og ekki borga krónu.

Annars er manni farið að hlakka all svakalega til að koma í hólminn þar sem maður hefur ekki látið sjá sig síðan á dönskum dögum, nema eitthvað svona fram og tilbaka ferðir á meðan maður var að vesenast í íbúðarkaupunum. Þannig að maður vonast til að það verði stuð á bæjarbúum yfir hátíðirnar.

Svo er nú ekki ómerkari maður en geðsjúklingurinn Bobby Fisher, konungur allra nörda í heiminum að koma á klakann til að eiga heima hér, þar sem hann þarf að vera í fangelsi allstaðar annarstaðar fyrir skák sem hann telfdi í júgóslavíu eða sovétríkjunum eða eitthvað árið 197?, eða eitthvað álíka.

Ég veit nú ekki hvað maður á segja meira þar sem maður er ekki búinn að fylgjast með neinu nema draumum og því sem X-ið 977 hefur að segja síðastliðinn mánuð, nema það að um jólin munu margar súpiskjólur tæmast og bímerar munu krímera í hvert skipti sem tækifæri gefst.

Zorro out....