sunnudagur, janúar 25, 2004

hallo hallo...ja maður er mættur aftur eftir nokkuð langa fjarveru fra tölvunni.... ekki það að eg er buinn að vera i tölvunni alltof mikið þessa siðastliðnu viku... var i bölvuðum vandræðum eftir þessa uppfærslu hja mer og en það er loksins komið i lag....

eg var að koma inn... var að vinna a Broadway... ja ja eg og Herdis fengum vinnu þar... erum að þjona og gaman.... soldið þreytandi fyrir lappirnar en bara gaman....

var að koma mer upp nokkurs konar LANi herna heima baðar tölvur tengdar saman og gaman þannig að alllar tölvurnar eru vinir nuna....

eg held að það se ekki meira i bili og eg skal reyna að lata ekki eins langt liða a milli þessa pistils og næsta....

Zorro out....

föstudagur, janúar 16, 2004

Djöö....já helvíti ég er búinn að vera í einhverju rugli með tölvuna núna síðustu daga.... ég uppfærði stýrikerfið hjá mér úr XP-home í XP-pro og er búinn að vera í einhverju rugli með hana síðan.... ekki viss hvað það er en ef þú ert góður í uppfærslum endilega hafðu samband....

ég sit núna á Café Bleu í kringlunni og er að ná mér í update á netinu.... service pack og fleira.....

er ekki búinn að gera mikið síðustu daga og er að vona að leikurinn um helginna verði sýndur í sjónvarpinu svo maður geti fylgst með.... ef ekki gangi ykkur vel kallar....

ég hef ekkert meira að segja í bili svo.....

Zorro out....

mánudagur, janúar 12, 2004

já tvisvar...... já ég er búinn að fara tvisvar núna á Return of the king og hún er bara klikkað góð... toppar báðar fyrri myndirnar...

já og eins og ég sagði hérna um daginn er ég búinn að setja upp nýja síðu með myndum en ekki veit ég hvort þetta virkar þar sem albúm.is er ekki alveg að standa sig... einhver leiðindi hjá þeim... vonum bara að það komi allt saman...

nú upp á síðkastið hef ég verið að sanka að mér alskonar bíómyndum og er kominn með rúmar 70 myndir og eru þær enn að streyma inn nýjar sem gamlar og er ég bara hinn ánægðasti með það allt saman... horfir á einhverja góða áður en maður fer að sofa upp í rúmi undir sæng... snilld...

Pallinn er byrjaður aftur... eftir langa fráveru... auðvitað reyndi maðurinn að afsaka sig og segja að það væri erfitt að finna tíma til að komast í að skrifa.... það þarf ekkert mikinn tíma til að skrifa lítinn pistil... eintómt væl.... nei nei ekki var ég neitt mikið duglegri að skrifa um jólin en þar sem maður er kominn í borgina þá er maður víst orðinn duglegri við skriftirnar...

Snæfell vs. Njarðvík.... hann verður erfiður en strákar ekki neinn aumingjaskap þið getið unnið þetta.....

en ég er að fara að horfa á Hollívúd homisæd núna með Halla Ford og Joss Harðaneti.... held að þetta sé ágætis mynd ég vona það allavega....

Zorro out....

laugardagur, janúar 10, 2004

Hallóhalló.....jájá ég er búinn að setja upp nýja síðu með myndum og urðu það áramótamyndir sem fengu fyrsta plássið....

er að fara í bíó....

Zorro out.....

mánudagur, janúar 05, 2004

Gleðilegt árið allir saman........jájá nú þarf maður að fara að muna að skrifa 2004 í staðinn fyrir 2003 eins og maður er búinn að gera síðustu 12 mánuðina... ábyggilega eitt það erfiðasta við nýtt ár....

nei ég segi nú bara sona... ég átti mjög fín áramót... fór eftir uppskotin og allt það til Herdísar sem var stödd hjá Bakarabræðrunum og vorum við þar í góðu yfirlæti fram eftir nóttu og svo var haldið á fiskana og þaðan til Hreðjars (held að allir hafi farið þangað).... fínasta kvöld... Gvendur brilleraði heima hjá bræðrunum og ég og Laui Jónasar gerðumst fávitarnir sem settust út í horn með gítar og sungum... það var bara gaman....

Daginn eftir vaknaði ég virkilega þunnur og ógeðslegur... samt meira bara fárveikur... því ég var með 39 stiga hita og sýkingu í úfnum (fyrir þá sem ekki vita hvað það er, þá er það draslið sem hangir í kokinu á manni, lýtur út eins og boxpúði) já hann var allur bólginn og aumur og liggur ennþá niður í háls, mér líður alltaf eins og það sé eitthvað fast í hálsinum á mér sem vill ekki fara niður.... bryð pensilín og ét mjúkann mat.... jájá þetta er ekki gaman...

allavega ég er kominn í höfuðborgina eftir mjög vel þegið jólafrí og skólinn byrjar á föstudaginn... vá maður er alveg að verða búinn að fá nóg.... en það borgar sig víst að klára þetta úr því maður er byrjaðu á þessu á annað borð....

já ég er ekki að finna mér neitt að gera og er því að pæla að fara bara að leggja mig hérna í þessum dýrindis sófa mínum og hlusta á leiðindagaurinn í tölvuleikja þáttnum á popp tíví... þvílíkt hvað greyið maðurinn er leiðinlegur.... gott að sofa yfir honum....

jájá Bið að heilsa öllum.....

Zorro out.....