laugardagur, febrúar 21, 2004

Ekki alveg rétt........Nei það lítur út fyrir að ég hafi ruglast hressilega með loka niðurstöður í leiknum í kvöld en hann endaði þannig að snæfell voru með 87 stig en blikar voru með 84 stig þannig að Snæfell unnu með 3 stigum en það er alveg jafn gott.....

meira er það ekki í bili langaði bara að lagfæra þessa vitleysu sem ég skrifaði hérna áðan....

Zorro out.....

föstudagur, febrúar 20, 2004

Go Snæfell go Snæfell.......... jájá ég komst ekki til vinnu núna í kveld vegna mikils hita og uppkasta og viðbjóði.... þannig að ég nýtti mér nýustu tækni í heiminum í dag og horfði á körfuboltaleik í beinni útsendingu á veraldarvefnum.... leikur snæfells gegn Breiðablik, sem var að ljúka í þessum skrifuðu orðum.... leikurinn var jafn framan af og þegar liðin komust yfir sína andstæðinga þá voru það ekki nema 2-4 stig, þar til í hálfleik að mig minni þá var 7 stiga munur fyrir Breiðabliksmönnum.... en viti menn okkar menn tóku aðeins meira á í seinni hálfleik og voru yfir með 2-4 stigum þar til að feita konan söng (klukkan hringdi) og viti menn Snæfell unnu leikinn með 6 eða 7 stigum.... 81 - 87 minni mig ég var svo ógeðslega spenntur að ég var farinn að standa upp hérna í sófanum og láta mig svima alveg til helvítis..... en þetta var alltof spennandi leikur sem endaði með því að strákarnir tóku blikana í þurrann ana*** eins og einhver myndi segja..... en næsti leikur er víst heima í hólmi á fimmtudaginn og mun ég að öllum líkindum mæta á þann leik gegn Njarðvíkingum og styðja strákana til sigurs enn eina ferðina....

En nóg um það já ég er orðinn alveg fáránlega veikur ligg í sófanum með tæplega 40 stiga hita og æli með nokkru millibili.... mjög gaman...

Jæja við sjáumst eldhress í íþróttamannvirkinu í stykkishólmi fimmtudaginn 26. febrúar næstkomandi (næsti fimmtudagur).....

Zorro out.....

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Tjusss....... ekki veit ég hvað ég er búinn að vera að pæla með allri þessari leti sem ég er búinn að sýna hérna frá Ghettóinu....
.... það má kannski kalla það annað en leti þar sem netið er búið að vera tengt í gamla rokkinn (þ.e. gömlu tölvuna) en hún er svo svakalega öflug með öll þessi 96Mb í vinnsluminni að hún höndlar ekki að það séu fleiri en eitt forrit í gangi í einu og hún vinnur hægt meira að segja með þetta eina forrit, og ég er ekki búinn að tíma að loka DC++ þar sem ég er búinn að vera að downloada myndum eins og maður er að heyra að Sóminn sé að setja þristana.... en jú myndirnar eru komnar nálægt öðru hundraðinu og svo er maður nú líka kominn með 12 þætti af nýju friends seríunni og 13 þætti af nýju 24 seríunni.... og fokk hvað hún er ógeðslega spennandi fyrir þá sem horfa á þetta þá er þessi sería að toppa báðar hinar ég hef aldrei horft á eins spennandi sjónvarpsefni, hjartað fór að slá hraðar og vörin var alltaf full og kókið kláraðist á fyrstu 6 þáttunum (en ég horfði á þessa 13 þætti í röð).... þetta er ótrúlegt......

maður er að heyra að snæfell séu bara að fara að vinna Breiðablik á föstudaginn á leiknum sem ég kemst ekki á vegna vinnu, jájá maður er búinn að vera að vinna eins og högni bærings upp á síðkastið.... stoppar bara ekki.... enda þarf maður að vinna til að gera við klessuna á bílnum sem manni tókst að setja á hann um daginn.... en það verður ekki neitt svo dýrt.....

ég veit hreinlega ekki hvað maður á að segja ykkur meira en svo fer að líða að því að maður fari og fá sér smá málhöltunardrykki... kallast líka bjór... en þeir sem hafa eitthvað umgengist mig ættu að vita það að ég á það til að verða soldið ógeðslega mikið málhaltur með drykkju... það ´lýsir sér þannig að annað hvort koma önnur orð útúr mér en ég ætla að segja og stundum kemur líka bara svona "Plfeehehhh" í staðinn fyrir orðin... skrýtið.... já maður verður að fá sér bjór og halda fundinn sem við erum búinir að vera að tala um, þ.e.a.s. ég, Herdís, Sigmar, Kelinn, Bjarney, Haukur og Fríða.... það er fundur um bústaðarmál okkar félaganna en við erum á leið í bústað til drykkju með vorinu.... það verður væntanlega gaman....

Einnig vil ég benda á nýja mynda síðu hjá mér þar sem verður að finna myndir af djammi.... komnar myndir frá áramótunum.... þetta album.is var ekki alveg að virka...... ---==Ghetto-pics==--- .... en einnig setti ég nýju síðuna inn hérna vinstra meginn undir linkinn ný myndasíða.

En ég held að ég láti þetta nægja í þetta skiptið og vá ég get ekki látið lengra líða að næsta pistli en hefur liðið núna.....

Zorro out.....