miðvikudagur, mars 31, 2004

Bara snilld........jájá ég fékk nýja tölvu á mánudaginn síðasta. Það var allt saman mjög gott, sérstaklega þegar það var ekki til eins talva og ég var með. En það gerði ekki mikið til kallinn sagði að það væru tvær vélar sem kæmu til greina: alveg eins útlítandi (og hin var), með DVD skrifara, betra skjákorti (128Mb) og betra þráðlausu netkorti. og tölva með hægari örgjöva og minna skjákorti. Hvað haldiði að ég hafi fengið mér, þar sem ég fékk að velja.....

En ´jújú það er víst komið á hreint úrslitarimman verður á móti Keflavík, en þeir unnu Grindavík í oddaleik liðanna í gær..... fyrsti leikurinn er á morgun í fjárhúsinu, ekki kemst ég sjálfur en er að heyra að hann sé sýndur á Sýn (vona það), Þannig að ég óska mínum mönnum bara góðs gengis, ég klápi á sýn og verð væntanlega öskrandi fyrir framan sjónvarpið.....

já ég er að fara að fara í skólann núna, á að mæta kl: 14.40.... vaknaði kl: 12.00 með því hugarfari að ég ætti að mæta kl: 13.20, en hefði með góðu móti sofið í rúmann klukkutíma í viðbót, þar sem ég nennti ekki í íþróttir í morgun, verður maður að fara á föstudaginn í staðinn....

Þetta er bara snilld.....

Zorro out.....

mánudagur, mars 29, 2004

Ég er orðlaus........já ég er orðlaus eftir leikinn á fimmtudaginn, þetta er hægt tvisvar í röð... ég get ekki sagt neitt nema það að þetta lækkar kannksi rostann Njarðvíkingum sem sögðu að þeir gætu ekki tapað 3 - 0 á móti svona sveitalubbum eins og okkur Hólmurum.... en við sýndum þeim hvar Davíð keypti ölið....

já ég ætla nú ekki að segja mikið meira um leikinn í kvöld, þar sem allir hafa heyrt eitthvað einhversstaðar....

En ég er frekar kátur núna þar sem að ég fer niður í BT á morgun og fæ nýja tölvu, þ.e.a.s. talvan sem ég hef verið að nota (lappinn) er núinn að vera meira og minna bilaður alveg síðan ég fékk hana og er ég að far aað fá henni skipt í nýja tölvu á morgun.... segi ykkur betur frá þessu seinna....

En nú er ég að fara að eyða útaf þessari og skrifa backup og soles.....

Zorro out....

miðvikudagur, mars 24, 2004

Og allir saman nú..........Áfram Snæfell, jájá ennþá styttist í leikinn sem er á morgun og er bara málið að mæta snemma fylla húsið og styðja sína menn til sigurs....

Við vorum með gesti í ghettóinu í nótt, það voru Gamlan og systir mín hún Björg... það var gaman að því. Björg tók sig til þegar Herdís var búin að greiða henni og greiddi henni.... hægt að sjá myndir af því á síðunni hennar Bjargar, en það er linkur inn á hana hérna hægra megin.

Já ég hef ekkert mikið til að segja núna, nema kannski, ég var að koma úr prófi í FSH sem er photoshop áfangi og var það fáránlega létt.....

Engin gagnrýni í dag nema mynd sem ég var búinn að sjá og var það myndin Italian Job en ég horfði á hana með mömmu og Herdísi í gærkveldi (aftur) en það er ekkert að því þar sem þessi mynd er mjög góð og gæti ég horft á han aftur í dag..... Þessi mynd er um atvinnuþjófa sem ræna gullstöngum og lenda í fullt af veseni með það allt saman..... Mig langar að gefa þessari mynd stjörnurstjörnurstjörnurstjörnurekkert, já heilar fjórar stjörnur af fimm mögulegum....

En núna segi ég bara

Zorro out.....

mánudagur, mars 22, 2004

Asnalega ofsatrúarfólk....þetta ofsatrúarfólk....gerir mig svo reiðann stundum, hvað þetta getur verið veruleikafirrt fólk stundum.... jájá það mætti einhver kelling í skólann í dag og hélt einhvern fyrirlestur í matsalnum. þar stóð hún í tæpann hálftíma og sagði hvað jesú og guð væru góðir, að þeir hefðu bjargað henni og vinum hennar frá dauðanum, allt í lagi ég ætla ekkert að skammast yfir því, það er bara gott að fólk bjargast frá dópi og vitleysu, en þegar að kellingin sagði að lífið skipti engu máli fyrr en maður væri búinn að taka jesú í líf sitt eins og hún hafi gert, þá fyrst varð allt vitlaust, fólk fór að rífast við hana... það var fyndið hvernig hún reyndi að snúa þessu... þetta var nokkurn veginn svona....

  • J = Jesús stelpan, S = strákur:


  • J: já ég meina þið þurfið ekkert að vera svona miklir jesúistar (man ekki orðið alveg en eitthvað sona) og ég, en sko án guðs og jesús skiptir lífið engu máli.


  • S: Bíddu hvað ertu þá að segja að ef ég trúi ekki á guð og þennan jesú, að líf mitt skipti engu máli?


  • J: Já, því þá muntu eiga eilíft líf....


  • S: NEI! þegar þú deyrð, þá deyrðu bara, það er ekkert meira.


  • J: Hvernig veistu það? sérðu stjörnur á daginn?


  • S: Nei, akkuru?


  • J: Nei, það er afþví að jesú og guð eru til.....


  • S: Ég er farinn ég nenni ekki að hlusta á þetta.....


  • J: Jæja, næstu orð mín ætla ég að hafa sem mín lokaorð. Eins og með mig, sem missti vin minn í ofneyslu í síðustu viku (sagði þetta örugglega bara til að láta vorkenna sér), þá segi ég bara það að líf þeirra sem ekki hafa frelsast (hún orðaði það öðruvísi), hefur engann tilgang. Hugsið málið og þá munið þið sjá að ég hef rétt fyrir mér....Já eins og þið sjáið þá var þessi Jesús kelling virkilega veruleikafirrt þar sem hún heldur því fram að líf fólks hafi engann tilgang nema jesús sé í því og hún þarf að fá einhverja hjálp að mínu mati, en endilega dæmi hver fyrir sig....

Já ég horfði á Passion Of The Christ í gær. Ég veit ekki hvað ég á að segja ykkur um þessa mynd. Persónulega fannst mér hún meira ógeðsleg heldur en góð. Að mínu mati hefði mátt minnka blóðið í myndinni, en annars var hún alveg ágæt.... Ég hélt að ég myndi kannski hafa önnur sjónarmið á guð og trú á hann eftir að hafa horft á myndina, en neinei það kom ekki fyrir, frekar get ég sagt að ég fylltis hryllingi og breyttist næstum því í Gyðingahatara, því öll þessi meðferð sem jesús átti að hafa fengið var tilkomin af Gyðinga prestum og hún var ekki falleg.... En samt sem áður ætla ég að gefa þessari mynd stjörnurstjörnurstjörnurstjörnurekkert, þrjár og hálfa stjörnu af fimm mögulegum.....

Ekki veit ég hvað ég get sagt meira í dag annað en það að samkvæmt spjallinu á Spjallinu hjá Njarðvíkurmönnum að þeir ætli að fjölmenna með rútur á leikinn, þannig að ég segi bara allir að mæta snemma og fylla húsið áður en þeir koma..... Áfram Snæfell!!!

Zorro out.....

þvílík og önnur eins snilld hefur ekki........sést á íslandi síðan 5. september 1983.... þetta var ótrúlegur leikur í Njarðvík þar sem heimamenn fóru heim með skottið og stoltið milli lappana..... jájá góðir lesendur að sjálfsögðu fóru meistararnir heim með góðan og verðskuldaðann sigur eftir leik þar sem dómgæslan var ekki nógu og góð og eftir að hafa verið 21 stigi undir en vinna það svo upp í 4. leikhluta.... ótrúlegt.... lokastaða leiksins var því 79 - 83.... og enn og aftur óska ég þeim til hamingju og við sjáumst öll á næsta leik vestur í stykkishólmi.....

jájá við rúlluðum í Njarðvík og horfðum á þennan líka ótrúlega spennandi leik.... ég hef aldrei séð annað eins.... þvílík snilld.... en ekki meira um það núna....

hef ekki mikið að segja núna nema það að ..... aaaahhhhhhh !!! góður leikur........

Zorro out....

sunnudagur, mars 21, 2004

Allir í Njarðvík...jájá nú er bara að duga eða drepast og allir að mæta í Njarðvík annað kvöld þar sem viðureign Snæfellinga og heimamanna mun fara fram kl. 19.15, mæting snemma samkvæmt heimildum frá Negranum......

Maður mun mæta þarna eldhress og með mikil læti til að hvetja okkar menn til sigurs og koma stöðunni í 2-0, því þá eigum við möguleika á að vinna þetta 3-0 þar sem þriðji leikur er heimaleikur, og það er alltaf betra að spila heima en í burtu.....

ég horfði á leikinn í gær og ég held að ég hafi ekki verið eins spenntur yfir körfuboltaleik á ævi minni þetta var frábært og óskum við þeim strákum innilega til hamingju með þennan frábæra leik....

dagskráin í dag hjá mér er búin að vera ósköp róleg, horfði á tvo NCIS þætti og þrjár myndir...

fyrsta myndin var Eight Crasy Nights og er hún vægast sagt góð. Þetta er teiknimynd sem Adam Sandler (einn besti grínleikari allra tíma) gerði.... Dómurinn yfir þessa mynd er stuttur þar sem aðeins eitt er hægt að segja, en ég gef henni stjörnurstjörnurstjörnurstjörnurstjörnur.... Fullt hús stiga eða fimm stjörnur af fimm mögulegum.... Þetta er "must see" mynd.....

önnur myndin var Hackers 2: Takedown, ekki eins góð og fyrsta myndin en ágætis mynd samt á ferðinni, hún er byggð á sannsögulegum atburðum og jújú hún kom mér á óvart.... en samt sem áður ætla ég ekki að gefa henni nema stjörnurstjörnurstjörnurekkertekkert.... já tvær og hálfa (setti þrjár þar sem ég á ekki til hálfa stjörnu... en bið þá sem vita hvað sé hægt að fá þær að commenta á það).....

þriðja myndin í dag var Once Up On A Time In Mexico, en í henni leika tveir af mínum uppáhalds leikurum en það eru þeir Antonio Banderas, sem fer með hlutverk El Mariachi, eins og í Desperado myndinni, en þetta er framhald af henni. Hinn leikarinn er Johnny Depp, en hann leikur þarna CIA mann sem missir augun. Hann hefur verið einn af mínum uppáhalds leikurum síðan ég sá hann í mynd sem heitir Don Juan DeMarco. En þessi mynd er ekki síðri en Desperado, mikið af byssubardögum, sprengjum og blóði.... en það er aldrei verra og hef ég ákveðið að gefa þessari mynd stjörnurstjörnurstjörnurstjörnurekkert.... fjórar stjörnur af fimm mögulegum.... og mæli ég eindregið að allir sjái hana.....

Já ný síða vikunnar er kominn inn... og að þessu sinni er það Big Cartoon Database, en þar er að finna allar þær teiknimyndir sem gefnar hafa verið út.... þetta er svona eins og IMDB, nema fyrir teiknimyndir..... Snilldar síða fyrir þá sem hafa gaman af teiknimyndum.....

En núna er klukkan víst farin að slá seint og ég held að ég fari að drulla mér í bælið.....

Zorro out....

laugardagur, mars 20, 2004

Og hafiði það........Njarðvíkingar, jájá snæfell unnu leikinn í kvöld, æsispennandi leikur í alla staði, komst ekki á staðinn en lá yfir sýn og horfði á þennan ótrúlega góða leik. En smá ráð fyrir ykkur leikmenn, hindra það að Birmingham fái boltann, og alls ekki leyfa mannfíblinu að skjóta.... við erum að tala um 45 stig í leiknum í kvöld, meira en helmingur stiga liðsins í heild sinni.....

Jújú nýr bloggari byrjaður að skrifa en það er yfirvaldið hérna í ghettóinu.... Geðsjúklingurinn.... ekki komið mikið inn á síðuna enda bara ný ný nýý byrjuð, en alltaf gaman að fá fleiri á listann sinn.....

hef nú ekki mikið að segja í kvöld, er að fara að vinna á morgun, þannig að ég veit ekki hvort ég nenni að skrifa á morgun en maður sér til....

svo sér maður alla í Njarðvík á sunnudaginn, ekki spurning með það.....

Zorro out....

miðvikudagur, mars 17, 2004

jájáÉg hef verið að pæla undanfarna daga hvað það getur verið leiðinlegt í skóla, og langar mig að skýra aðeins fyrir því....

1. Vakna á morgnanna
2. Læra stærðfræði, Íslensku og fleira ónytsamlegt
3. Læra fyrir próf
4. Leiðinlegir kennarar
5. Læra heima
6. Keyra í skólann, þ.a.l. bensínkostnaður
7. Peninga kostnaður (bækur, pennar, blöð o.fl.)
8. Skrýtið fólk í skólanum

já þetta eru aðalástæðurnar fyrir því að skóli er leiðinlegur.... Ég veit að sumir segja að stærðfræði sé nytsamleg, og jájá stærðfræði er alveg nytsamleg, á meðan hún er innan vissra marka, hver notar þessa stærðfræði sem er kennd í framhaldsáföngum fyrir utan +, -, * og /, ég get ekki ímyndað mér neinn sem notar nokkuð meira en það.....

jájá Snæfellingarnir eru komnir í undanúrslitin og fá að spila við Njarðvíkurmenn í þeim, fyrsti leikurinn er heima og þá er sá seinni væntanlega í Njarðvík, ég get ekki sagt til um það hvort maður komi til Njarðvíkur en það eru líkur á því að maðru nenni að renna á leikinn þar sem maður kemst ekki vestur á föstudaginn útaf vinnu og veseni.... en ég hef fulla trú á hólmurum að fjölmenna á leikinn og strákunum að klára þennan leik og vinna....

ég eins og svo margir aðrir hef verið að hneykslast á íslendingum síðustu daga, það kom sól og heilar 7° á hitamælirinn og þá fylltust ísbúðir á höfuðborgarsvæðinu, laugarvegurinn fylltist af labbandi sumarklæddu fólki og bílum á rúntinum, hvað er málið með þetta það er nánast frost úti, þetta var bara ógeðslega gott gluggaveður.... en ég ákvað að þrífa bílinn í blíðunni og kuldanum hérna um daginn þar sem bíllinn var ekki lengur blár eins og hann á að vera heldur var hann orðinn svona dökkgrár með bláum blettum hér og þar, þannig að ég fór útí bíl og keyrði niður á select og vá þar var fólk á stuttbuxum og hlýrabolum að þrífa og bóna bíla sína.... ég mætti þarna og fékk stæði eftir um 15mín og steig útúr bílnum með húfu á hausnum og í jakka og síðum buxum, fólk starði á mig með þvílíkum svip mér leið eins og einhverju skrýmsli sem allir forðuðust, en ég var bara að klæða mig eftir veðrinu...... Fólk er fíbl!....

en ég er að fara að horfa á að ég held nokkuð netta þætti sem heita Navy N.C.I.S., þetta eru svona nokkurskonar C.S.I. Þættir en samt ekki þetta er semsagt svona crime scene investigation í hernum.... og hef ég heyrt að þetta séu alveg fáránlega góðir þættir....

og svo eins og fyrri daginn eru myndirnar og þættirnir að hrannast upp hjá mér þær gömlu jafnt sem þær nýju.....

Svo minni ég enn og aftur á gestabókina mína nýju, enn hefur enginn skrifað í hana ennþá þannig að fyrstur kemur fyrstur fær fyrsta plássið.....

Zorro out.....

sunnudagur, mars 14, 2004

hvaða hvaða.....

Hvaða hvaða....maður er að heyra að það er alveg fullt um að ske í partýbæ íslands.... ball með Brimkló og læti.... hlev*** að vera ekki þar en jæja maður getur víst ekki verið allstaðar...

já ég var að enda við að horfa á ágætis mynd, en það var myndin Torque, frá sömu framleiðendum og gerðu XxX og fast & the furious... fín mynd á ferðinni en þar sem hún er ekki komin út á íslandi ennþá þá náði ég í hana á DC en málið er að hún er ekki í neinum svakalegum gæðum þar, þetta er mynd sem tekin er upp í bíó þannig að hljóðið er soldið fucked up en jújú hún er alveg áhorfanleg....
en allavega þessi mynd fjallar um mótorhjóla gæja sem beðinn er um að geyma hjól á verkstæðinu sem hann vinnur á, eftir að hann tók við hjólunum komst hann að því að bensíntankarnir á þeim voru fullir að dópi, þannig að myndin fjallar um það þegar hann er að flýja vondu kallana og lögguna og lenda í fullt af slagsmálum og keyra voða hratt.... ég er að hugsa um að gefa þessari mynd.... stjörnurstjörnurekkertekkertekkert, tvær og hálfa af fimm mögulegum...

já ég horfi soldið mikið á myndir eins og sumir vita, en það er ekkert að því að horfa á eina til tvær myndir á kvöldi.... fullt af fólki sem gerir það... þetta er sona það sem maður hefur áhuga á þannig að maður lætur þetta eftir sér.....

en ég ákvað að gera ekkert þessa helgina eins og svo oft áður, aðalega vegna þess að ég nennti því ekki.... en ég vona að þeir sem ákváðu að gera eitthvað þessa helgina hafi skemmt sér vel og orðið alveg fáránlega fullir og ógeðslegir og vonandi að sumir hafi ælt og drepist (alltaf gaman af þeim).... Ég man alltaf vel eftir því þegar einn, ónefndur ritstjóri einnar bloggsíðu úr hólminum, kom heim til mín (í STH) í smá "get together", nema hvað hann kom inn og tókst næstum því að drepast í eldhúsinu, en stóð svo upp og ætlaði að labba niður á banka, komst út um dyrnar og ældi þá yfir alla stéttina heima, ég stend í mikilli þakkarskuld við hann eftir það, þar sem ég fékk að skola hálftugða matinn af stéttinni eftir hann... Ég vona að sá umræddi (sem er rauðhærður með strípur),sjái þetta og hafi gaman af, því alveg sama hversu ógeðslegt þetta var þá var þetta fáránlega fyndið, því að þetta kvöld var örugglega gert ælumet, þessi maður ældi að mig minnir 4 eða 5 sinnum sem er mjög gott.... ef einhverjum hefur tekist að æla oftar endilega kommentiði mér upplýsingar um það....

og talandi um met í einhverju, þá er ég hræddur um að maður, sem drekkur mikið af Jack Daniels og var í aðalbandi bæjarins hér á árum áður, eigi met í vodkastaupstaki, það var þannig að við fórum í bústað nokkur saman hérna um árið og ákváðum að spila póker upp á staup, sem er mjög gaman ef maður vill verða fullur, en málið er að þessi umræddi maður tapaði alltaf og við hin töldum ofan í hann staupin og voru þau hvorki fleiri né færri en 30, já gott fólk 30 staup full af vodka, enda eftir þetta þá fór minn maður og talaði við botninn á klóstinu í allavega korter og lagðist svo upp í rúm og drapst. Á tímabili héldum við að hann væri í raun og veru dauður þar sem við vorum ekkert að tjilla (svo maður komi með smá selfossmál), á voluminu á tónlistinni en allt kom fyrir ekki daginn eftir vaknaði hann, mjög þunnur og fékk sér bjór.....
En ég segi enn og aftur ef þið vitið um einhvern sem hefur tekið fleiri staup en þetta endilega kommentiði á það því þetta er met.....

Maður ætti kannski að gera metabók.... ég gæti kallað hana "Metabók ghettósins".... sniðugt maður pælir í því.....

en já snæfell unnu hamar aftur í kvöld í hvergigerði, sem kom þeim í næstu umferð úrslitakeppninnar... og óska ég þeim til hamingju með það....

og endilega skrifið í nýju gestabókina..... það er alltaf gaman af því.....

en nú ætla ég að fara að henda mér í bælið, enda kominn tími til....

Zorro out.....

laugardagur, mars 13, 2004

En ekki hvað........já góðir lesendur, það tókst, já já ég sofnaði klukkan 11:30 í morgun... það var gott að sofa, en ég ákvað að sofa ekki lengi þar sem mig langar að reyna að sofa á næturnar í staðin fyrir að sofa á dagin, það er víst ekki skóli á næturnar en einhverra hluta vegna er hann á morgnanna og á dagin....

já ég kom stuttlega inn á það að ég horfði á nýjustu mynd Adam Sandlers í gær en það var myndin 50 first dates... já hún er komin á DC og í bara góðum gæðum... en þessi mynd er allt öðruvísi en allar aðrar Sandler myndir þar sem hann hefur alltaf leikið svipaðar týpur sem eru ekkert "down to earth" (eins og kaninn myndi segja)... en þessi mynd sýnir á honum nýjar hliðar (sem og gamlar) en málið er efni myndarinnar sem er að mínu mati SNILLD!!! Ég er alveg viss um að ég eigi eftir að heyra það að þegar allir eru búnir að sjá hana þá á maður eftir að heyra að hún sé ekki eins góð og mér finnst hún, en ég skipti ekki um skoðun því þessi mynd er fáránlega góð og mæli ég eindregið með henni..... fullt húsfullt húsfullt húsfullt húsfullt hús, fimm af fimm mögulegum....

þá er að tala um aðra mynd sem ég sá nýlega en það er myndin Freaky Friday, já ég horfði á hana með konunni og jú jú maður hló svona þrisvar á þessum tæpu 2 klukkutímum sem myndin er, og sofnaði næstum því.... Myndin fjallar um þetta týpíska, mamma og dóttir rífast, fá spádómsköku og sálir þeirra skipta um líkama, þær gera það sem þær þurfa að gera og allt reddast fyrir lokin... ég mæli ekki með þessari mynd nema þú hafir virkilega gaman að svona gelgjumyndum.... en þessi mynd fær ekki nema fullt húsfullt húsekkertekkertekkert... já ekki nema tvær af fimm mögulegum.....
En þið verðið að muna að þessir dómar koma aðeins úr ghettóinu, þar sem þetta eru dómar frá mér.......

já það var gaman að lýsa svona myndum kannski maður geri þetta að daglegu verki.... þ.e. að gagnrýna myndir... gæti verið gaman.....

Já eins og ég sagði hérna áðan þá tókst mér að sofna og eina ástæðan fyrir því er sú að ég keypti mér svona eins og hann er með fyrir augunum, já svona eins og hann er með fyrir augunum... það er mjög gott að sofa með þetta þar sem það er alltaf dimmt þegar maður er með þetta í andlitinu.... maður er kannski ekkert svaka cool með þetta þar en þegar það virkar skiptir útlit ekki máli....

Og núna vil ég benda ykkur á þessa líka frábæru mynd.... ég ætlaði að láta hana bíða þangað til á morgun, en hugsaði hver getur beðið með að sjá svona..... já myndin er ekki ennþá komin þar sem linkarnir hérna fyrir framan eru dauðir.... en viti menn þetta er víst BEST PICTURE EVER, Hrafnkelhoffinn að sýna hversu svakalega cool hann getur verið....

Nei vá nú er best að fara að drífa sig að kaupa sér tóbak, þar sem ég er búinn að sitja tóbakslaus í allann dag.... En ég bið bara að heilsa þeim sem ég þekki ekki og þið sem ég þekki ekki ég bið bara líka að heilsa ykkur......

En góðir lesendur hvernig væri svo að....

Zorro out.....

haha...... neinei ég er ekki enn farinn að sofa... ekki skil ég akkuru ég get ekki sofnað.... skil það ekki... gæti verið þessi "króníski sjúkdómur" eða draslið undir auganu á mér sem er farið að pirra mig alveg svakalega, gæti líka verið þessi fáránlegi verkur sem ég er búinn að vera með undir öðru herðablaðinu í allann dag (lá eitthvað vitlaust síðast þegar ég svaf) gaman það... en núna hef ég án alls gríns, í algjörri alvöru, ekkert að gera algjörlega ekkert, ég er örugglega búinn að skoða allt á internetinu og þá meina ég allt (kannski ekki...) en mikið, horfði á snilldar mynd áðan, nýju myndina með Adam Sandler: 50 first dates góð mynd á ferðinni.....

en allavega....

Zorro out....

Jájá....jájá þá er ég búinn að setja upp nýtt look á síðuna mína... ef þið sjáið eitthvað sem vantar eða eitthvað sem ekki á heima hér þá getið þið sent mér emil.... það er líka linkur hérna hægra megin (undir áhugamál...) ....

ég hef ekki mikið að segja í dag enda henti ég inn pistli inn í gær og síðan þá hefur ekki mikið skeð hjá mér í ghettóinu... nema það að veðrið sem búið er að geysa yfir landann undanfarna daga er farið að lægja, og þökkum við hér í ghettóinu æðra valdinu innilega fyrir það....

ég sit hérna fyrir framan sjónvarpið og er með stillt á TVshop sem er útlenskur sjónvarpsmarkaður, þarna má sjá ýmislegt sem kom í sjónvarpsmarkaðnum hérna í gamla daga eins og t.d. Quick and brite og miklu miklu fleira.... gaman að þessu... þetta er alveg fáránlega illa leikið...

eins og þið sjáið kannski þá er, að ég held allt letur í fokki hérna hjá mér eftir að ég setti inn nýja lookið, eitthvað stillingar atriði.... ég held að ég sé búinn að redda þvi núna...

nú er ég einmitt í mínum vöku stuðum og er ekki farinn að finna fyrir þreytu og klukkan orðin hálf fimm.... hvað er málið.... ég fór til læknis útaf þessu þar sem ég er ekki búinn að sofa helminginn af þeim tíma sem venjulegur maður hefur sofið í rúman mánuð.... en allavega læknirinn sem var alveg fáránlega fyndinn sagði mér að þetta væri eitthvað sem hann kallaði "krónískur sjúkdómur" ekki skil ég hvað það er.... en allavega það fyrsta sem hann spurði mig þegar ég sagði honum að ég væri hættur að sofa var "ertu í einhverju rugli?".... og svo hló hann og hló.... fyndinn læknir....

svo er ég að fara til augnlæknis í næstu viku útaf drasli sem er komið undir annað augað í mér... svona kúla sem er hörð og ógeðsleg og það þarf að öllum líkindum að skera hana í burtu... gaman það... hey ætli ég fái að hafa lepp eins og sjóræningi.... það væri gaman....

svo er maður hættur að drekka kók eða sko drekk ekki nema hálfann líter á dag núna, drakk u.þ.b. 2 lítra á dag en núna eru það kannski hálfur líter á dag ef ekki minna.... gott mál það... það er alveg fáránlegt hvað þetta drasl er ávanabindandi og koffeinið í þessu er svakalegt... en þið sem drekkið mikið kók og sofið vel... ekki hætta að drekka kók......

en svo er líka.....

Zorro out....