fimmtudagur, apríl 29, 2004

Asnalegasti þáttur í heimi...

.... já ég sit hérna inn í stofu og að sjálfsögðu er kveikt á sjónvarpinu og þessi, mjög svo asnalegi þáttu Bachelor er í sjónvarpinu, grenjandi konur, Bob bachelor að kyssa þær allar, dramatík og allur pakkinn bara. Ég persónulega skil ekki ást allra á þessum þáttum, þar sem þetta er ekki nein skemmtun, þettta er bara fólk að leita að ástinni í sjónvarpinu, sem að mínu mati er ekkert nema athyglissýki. Bara ég get ekki séð neitt annað við þessa þætti en það, maður fer ekki og hittir fólk í nokkra daga, er svo rekinn burt grenjandi. Þetta er rugl og svo segir kynnirinn alltaf "and now the most dramatic rose ceremony, ever...." þetta hefur hann sagt í þeim þáttum sem ég hef slysast til að horfa á. Ég persónulega þoli ekki Bachelor né Bachelorette....

Jæja nú að öðrum efnum ég vil ekki vera hérna og vera að pirra mig á þessu blessaða sjónvarpi. Talandi um sjónvarp, gæti einhver, sem slysast til að lesa þetta, lifað án sjónvarps í 1 dag, 1 viku, 1 mánuð. Hvað segiði??? Ég persónulega gæti það aldrei, jafnvel þótt ég hefði 30 tölvur til að leika mér í, því sjónvarpið er vinur minn, ég veit að það er sorglegt að segja þetta, en þetta er satt og ég er hér að viðurkenna það. Alltaf þegar ég er einn heima þá kveiki ég á sjónvarpinu bara til að heyra hljóðið í því, jafnvel þótt að það sé ekkert til að horfa á. Mér finnst ekkert að þessu og þið þurfið bara að viðurkenna þetta sjálf.
Þess vegna verð ég nú bara að segja að ég veit ekki hvað ég myndi gera ef þetta væri eins í dag og þetta var í gamladaga, þegar ekkert sjónvarp var á fimmtudögum og ekkert sjónvarp í heilan mánuð á sumrin. Já, lífið í gamladaga hefur ekki eins og í dag. ohh neinei.....

Svo að nýrri málefnum, það er víst þannig að drengurinn hann Guðlaugur Skólastjórason, sem staddur er í henni ameríku, er að fara á tónleika með engum öðrum en Blink182 (jahh mætti nú alveg sleppa þeim) og Meisturum Cypress Hill, já og þið sem þekkið mig, vita það eflaust að ég er mikill Cypress hill aðdáandi og því er öfundin núna í botni og..... já, ég verð orðlaus þegar ég hugsa um þetta. En það má víst ekki gráta þetta, heldur bara að hlakka til hans heimkomu svo maður geti lamið hann.... neinei, ég á eftir að kyssa hann, þar sem hann ætlar að koma með eitthvað tóbak fyrir mig. Vona að hann muni eftir því....

Já ég veit nú ekki hvað ég á að segja meir í dag annað en það að ég er hissa á framferði einhverra aðila sem virðast nota commenta kerfið á síðunni hjá félaga mínum honum Skratta eða Melnum (eins og sumir segja). En þar er fólk að hella sér yfir hann og aðra og skrifa ekki undir nafni, þetta er mikil ræfilsframkoma. Ef maður talar illa um einhvern á annað borð, afhverju ekki að skrifa undir sínu eigin nafni. Þetta er barnalegt og sýnir það að fólk þarf að gera eitthvað mikið til að þroskast.
    Takk fyrir það...

Jæja, ég veit að það kemur fólk hingað inn og nú segi ég aftur. Notiði fokking gestabókina eða commentiði einhverju, þó svo að það sé eitthvað illt um náungann, en ef svo verður, skrifið þá undir nafni. á minni síðu verða engin áframhaldandi leiðindi.... Koma svo allir, mér líður eins og ég sé sá eini sem nokkurn tíma kemur inn á þessa síðu, en veit að svo er ekki þvi counterinn telur ip tölurnar ekki hitt, og ég er með fasta.....
ÞIÐ GETIÐ ÞETTA!!!

Jæja best að leggja sig í bleyti...

Zorro out.....

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Síðasta vikan...

...já góðir lesendur, nú er síðasta skólavika þessa skólaárs byrjuð. Hún var að vísu líka byrjuð í síðasta pistli, en ég sagði engum frá henni. Ég er búinn að vera á fullu að leita eftir vinnu fyrir sumarið og bíð núna bara eftir svörum frá hinum og þessum. Ég fer aðeins í 3 próf og eru það próf í Tæk (veit ekki hvað hann heitir annað), forritun og stærðfræði. Fyrsta prófið er Stærðfræðin en hún er 7. Maí og svo eru hin tvö þann 11. og þá er ég víst búinn.

Ég sit núna og horfi á Everybody Loves Raymond og King of Queens, en þessir tveir þættir eru á sitthvorri stöðinni, þannig að það er bara flakkað á milli...

Já ég þurfti nú bara að setja upp stýrikerfið á nýtt til að fá allt saman í lag í tölvunni og gerði ég það áðan og gekk það bara fínt fyrir sig....

Núna var ég að uppfæra allt kerfið og þarf því að rebútta tölvuna og kveð að sinni....

Þar til næst....

Zorro out....

þriðjudagur, apríl 27, 2004

Varð að setja þetta inn...

What will your last words be?
by cum_on_bitch
Your LJ username
Your real name
Your sex
Your age
Your last words will be..."FUCK YOU!"
Created with the ORIGINAL MemeGen!

mánudagur, apríl 26, 2004

Þar kom að því...

... jájá loksins kom að því að maður nennti að henda inn pistli.
Það hefur nú lítið verið um að ske hjá mér þessa dagana, ég er orðinn mjög góður í auganu og er allt annað að sjá kallinn eftir að þetta drasl var tekið...

Ég var að enda við að prófa nýjann leik sem heitir FAR CRY, en það er svona fyrstu persónu skotleikur af bestu gráðu. Hann er mjög stór, tekur u.þ.b. 4 Gb af plássi og kemur á DVD disk, þannig að ef maður vill setja hann upp getur maður ekki verið á steinöld, með ekkert DVD drif í tölvunni. Það er hægt að lesa um þennan leik hérna á linknum fyrir framan, en þessi leikur er alltof cool. Eini kallinn sem ég sá þegar ég var að spila hann er sá að hann kallar hátt á 128 Mb skjákort eða meira, ég er með 64 Mb í tölvunni minni og hann hikstaði slatta, þannig að ég á ekki eftir að spila þennan leik mikið fyrr en ég er búinn að koma stóra rokknum í gang aftur, en hún hrundi eina ferðina enn hjá mér núna um daginn.

Ég er með einhvern þann brjálaðasta bakverk núna sem sögur fara af, þó leitað væri til annara landa, ég finn enga stellingu sem mér líður vel í það er alltaf þessi fáránlegi, ógeðslegi, stingandi verkur sem truflar mann af þægindunum. Ég skil þetta ekki ég hef ekki gert neitt í dag nema sitja á rassgatinu og klápa á sjónvarpið og vera í tölvunni. En það þýðir ekkert að væla svona verki maður verður víst að harka það af sér og drullast til að reyna að láta sér líða vel.

Svo er ég að fara með lappann á verkstæðið í fyrramálið, neinei ekkert bilerí heldur bara að redda þessum netkortum sem hafa verið að stríða mér síðan ég fékk hana.

Svo er maður að fara á fullt að skrifa bíómyndir á DVD diska, en það eina sem heldur aftur af mér er það að ég finn ekkert forrit sem vill, annað hvort skrifa myndir af AVI formi yfir á DVD eða breyta AVI í MPG... þannig að ef þú, kæri lesandi, veist um eitthvað þægilegt forrit endilega kommentaðu á það, jahh eða sendu mér emil, og segðu mér hvaða forrit það er sem þú veist um.....

núna ætla ég að fara að finna mér einhverja mynd til að horfa á fyrir svefninn, bryðja pillur og fara svo að sofa....

Já og svo er náttla gaman að segja frá því.....

Zorro out....

mánudagur, apríl 19, 2004

Nýjar myndir...

... ykkur vita að því að nú eru komnar nýjar myndir inn á síðuna mína. En það eru myndir sem ég tók í gærkvöldi þegar ég hélt þetta partý. Þarna eru að finna einhverjar 20 myndir eða svo og má sjá á þessum myndum hversu ógeðslegt augað á mér er...

jájá ég sit hérna og horfi á NBA leik, þar sem Detroit Pistons eru að sigra Millvoký Bucks, núna er hálfleikur og Pistons yfir með einhverjum 10 stigum eða svo...

jájá lokahóf KKÍ var núna á föstudaginn og fékk enginn annar en Bárður Eyþórsson, þjálfari Snæfells, verðlaun sem besti þjálfari ársins og Hlynur Bjé. var valinn í úrvalsliðið og óskum við þeim hér á Ghettóblogginu innilega til hamingju með það. Já og svo var lokahóf Snæfells í gær, en ég hef engar fréttir þaðan en ég er viss um að þar hafi verið drukkið eitthvað af áfengi og dansað mikið við undirleik stórhljómsveitarinnar Stykk "anansie"....

já ég er að pæla í að fara núna að horfa á eitthvað fyrir svefninn...

En svo langar mig líka að segja ykkur

Zorro out....

sunnudagur, apríl 18, 2004

Ferlega ljótur, asnalegur í framan....

... jájá eins og ég sagði hérna í síðasta pistli þá var ég í aðgerðinni sem tók draslið sem var undir auganu. Gott mál það allt saman, en svo tók ég af mér leppinn og lít út eins og einhver hafi kýlt mig hressilega, allur marinn og blár í kringum augað og plús það að það lekur kröftur eða eitthvað drasl allann daginn úr þessu og á morgnanna þegar ég vakna þá er augað fast lokað, þ.e.a.s. ég get ekki opnað það. Svo þetta augnsmyrsl, það er nú kannski skárra en augndropar en þegar þetta er komið í augað á manni þá kemur húð yfir það allt og maður sér allt "blurry" og ógeðslegt í góðann hálftíma eftir....

Jæja nú er maður víst með þennan daginn eftir hausverk, já, við buðum fólki heim í gær, það komu Keli, Sigmar, Haukur, Fríða, Auður, Mæja, og einhver með þeim. Nei konan hans Kela kom ekki, hún var að fara í próf í morgun, já á sunnudegi, MR er bilun...
En allavega það var helvíti fínt í gær langt síðan maður hefur dottið í það með Hauki og er það alltaf jafn gaman..... koma myndir inn á næstu dögum....

Allir voru fullir og góðir og fór síðasta fólk heim kl 5 í morgun....

En svo langar mig að

Zorro out....

föstudagur, apríl 16, 2004

Asnalegt...

...jájá loksins er það farið, nú hugsið þið: "Hvað er hann að tala um???" jújú ég er að tala um draslið sem var undir auganu á mér og svona flestir sem ég talaði við og hitti í páskafríinu, spurðu um.... já ég fór í aðgerð í dag og var það asnalegt, ég get ekki sagt vont eða eitthvað svoleiðis, heldur svona asnalegt. Ég mætti þarna í dag kl: 13:10, og beið til tuttugu mín yfir... þá kom læknir sem sagði mér að koma og leggjast á einhvern bekk. Þá kom kona og setti dropa í augað á mér og svo stakk læknirinn í neðra augnlokið og svo í það efra (deyfilyf), og svo endurtók hann það. Svo fann ég eitthvað drasl klípa um augnlokið á mér og lyfta því upp og svo hamaðist læknirinn bara á mér og skrapaði drulluna úr þessu.... tók heilar 10 mínútur og ég þarf að vera með fáránlegann lepp, ef lepp má kalla, fyrir auganu þangað til í fyrramálið. Sem sagt, mjög óþægilegt. Kláði, verkir, tár - leki og meiri viðbjóður.... En vibbinn er farinn....

jájá gott mál og eins og allir vita og ég kom inn á hérna í síðasta pistli, þá er karfan komin í frí eftir æsispennandi úrslitakeppni og eins og Torfi "Bróðir" kom inn á í kommenti á síðunni hjá þeim Negrum, "Svo var háð gríðarleg rimma við Reykjanesbæ, eftir 3 leiki við stórlið Njarðvíkur og aðra fjóra við stórlið Keflavíkur, unnum við þá rimmu, Snæfell 4 - Reykjanesbær 3"....
Vel orðað hjá honum, þar sem þetta svertingjasamfélag er ein heild....

Ekki það að ég sé neitt á móti svertingjum, þvert á móti, neinei það eina sem ég er mjög á móti er það þegar hvítt fólk er farið að hegða sér eins og svertingjar, því þeir halda að það sé svo cool... það er ekki cool að vera hvítur negri, ónei... en það er kannski ekkert hægt að segja við þetta fólk þarna þar sem það er svo svart á sálinni að það trúir því sjálft að það er virkilega svart. Sumir eru skrýtnir....

já ég ætla að fara að fá mér parkódín til að drepa verkina og horfa á eitthvað... jahh eða fara í Max Payne II, þar sem hann er bara fáránlega góður....

En já hvernig væri svo að kommenta einhverju sem þið viljið sjá, heyra og lesa...

en eins og alltaf þá segi ég bara.....

Zorro out.....

mánudagur, apríl 12, 2004

ohhh crap!!!

þá er þetta búið, Keflavík vann þetta víst 3-1 en hver er ekki ánægður með árangurinn hjá þeim strákum í snæfell. Bárður gerði góða hluti í vetur og gerir betri næsta....

Allavega ég fór á Fiskana á föstudaginn langa, guð minn almáttugur, ég hélt ég væri að labba inn í jarðaför, stemmingin var engin. í heildina voru svona 40 manns þarna inni ef það var svo mikið... fór svo á Narfeyri, og þar var nú meira stuð en ekkert svaka gaman... svo vaknaði ég á laugardeginum og fór í keflavík á körfuboltaleik...

var að koma heim af einhverju kenderíi núna og jújú það var allt í lagi, vorum bara á rúntinum með Simma cool og danska negranum...

er að pæla í að fara að horfa á eitthvað fyrir svefninn veit bara ekki hvað það á að vera....

en allavega....

Zorro out....

miðvikudagur, apríl 07, 2004

Ekki mjög gott...

já já nú er staðan í rimmu snæfells og keflavíkur víst orðin 2-1 keflvíkingum í vil, eftir ekki nógu góðann leik í fjárhúsinu....

en jájá nú kemur maður víst heim á hólm á morgun....

en ég veit nú ekki hvað maður á að segja í dag annað en

Zorro out...

sunnudagur, apríl 04, 2004

Helvítis skandall...

Já það varð skandall í keflavík í gær, þar sem Snæfell og Keflavík mættust í örðum leik liðanna í úrslitakeppninni í körfubolta. Dómgæslan var fyrir neðan allar hellur, Keflavíkurliðið spilaði íþrótt sem ég er ekki viss hvort hægt sé að kalla körfubolta, það sem þeir komust upp með var fáránlegt, það hafa örugglega allir heyrt nokkuð mikið frá leiknum sem Arnar átti með keflavíkurmönnum, en hann spilaði grófasta körfubolta sem sést hefur á klakanum, að þeirri ástæðu og dómaranna sem augljóslega voru annaðhvort undir mútufé frá keflavík eða bara virkilega óhæfir, sem við snæfellingar töpuðum þessum leik.

Svo má nú líka nefna atvikið sem átti sér stað undir lok leiksins þegar Corey hrinti einhverjum og fékk brottvísun út frá því, þar sem Arnar átti hlut að máli, en það hefði aldrei gerst ef dómarar leiksins, Rögnvaldur og einhver annar, hefðu verið svo góðir að opna augun í leiknum, því þetta hefði ekki gerst ef þeir hefðu dæmt á þennan Arnar fá****, þar sem hann var kominn með villu fjölda upp í svona 10 villur en ekkert var dæmt á það þar sem dómararnir voru með lokuð augun allann leikinn.....

En þetta megum við ekki láta á okkur fá og koma tvíelfdir til leiks á morgun og stuðningsmenn enn harðari og öskra hærra, og við skulum bara vona að annaðhvort verði aðrir dómarar eða þá að þessir dómarar opni á sér augun....

En að öðrum málum, hvernig er það á ekki að vera eitthvað skemmtilegt djamm í hólminum á föstudagsnóttina næstu, miðað við það sem var í fyrra, hlýtur að vera eitthvað um að ske.... endilega commentið á það svo maður geti gert sig reiðubúinn að fara í ríkið....

já svo verða allir kolruglaðir í fjárhúsinu á morgun og tökum betur á móti keflavíkurmönnum en þeir á móti okkur.... og þá þýðir ekkert fyrir þessa kana frá keflavík að segja "This is my turf... this is my house... fuck off!!!" já já þetta öskraði annar þeirra upp í stúku okkar snæfellinga á leiknum.... en þetta getur hann ekki sagt í fjárhúsinu þar sem það er "okkar hús!!!"....

Zorro out....

föstudagur, apríl 02, 2004

Ekkert nema snilld...

jájá Snæfell unnu Keflvíkinga í kvöld í æsispennandi leik í hólminum, vonum bara að það hafi eitthvað lækkað rostann í þessum fíflum..... Hlynur sýndi það og sannaði að hann er (eins og segir á einhverju spjallinu á einhverri íþróttasíðunni hér á landi) ábyggilega besti íslenski leikmaðurinn í körfunni í dag... og Fannar hjá Keflvíkingum á ekkert í hann.... Nei ég komst ekki í fjárhúsið til að hvetja mína menn, en horfði spenntur á Sýn og mæti öflugur til leiks í Keflavík á laugardaginn....

Allir sem ætla á leikinn í Keflavík á laugardaginn mæta snemma... ekki seinna en uppúr kl. 16:00...

jájá eins og kom fram í síðasta pistli þá fékk ég nýja tölvu sem er mjög gott nú get ég loksins spilað leiki lengur en í korter þar sem hin talvan dó alltaf eftir svona korter 20 mín eða svo, vegna hitavandamáls.....

já eins og þið lesendur kannski sjáið (og eruð hissa á) þá er klukkan orðin 06:00 og ég er að skrifa pistil, hvað er málið? (hugsið þið), vitiði ég er að hugsa það sama, fór inn í rúm og lá þar í 2 klst. án þess að sofna, get ekki skilið akkuru ég sofna ekki þar sem ég er alveg að drepast úr þreytu, en það er eitthvað sem stoppar svefninn hjá mér.... En ég ætti að vera vanur því..... þetta lagast hlýt að sofna einhvern tíma....

já svo fáum við gest um helgina, Ólöf systir Herdísar, ætlar að koma og gista hjá okkur um helgina... það er ágætt...

já kannski að maður fari að lesa eitthvað til að geta sofnað.... ég er að lesa þessa líka snilldar bók eftir mann sem heitir Sven Hasel, sænskur rithöfundur, man nú ekki hvað bókin heitir en hún fjallar um þjóðverja í seinni heimstyrjöldinni, þetta er fáránlega fynin bók þar sm kjafturinn er eins og ég veit ekki hvað og húmorinn er geðveikur.... ég get svo svarið það að mér blöskrar stundum á kjaftinum í bókinni hann er þvílíkur, en það er bara fyndið....

já svo kemur maður nú heim í næstu viku og vonar það að fólk djammi nú eitthvað almennilega á föstudaginn langa, það er farið að vanta fleiri myndir inn á síðuna hjá mér.... maður verður að fá almennilegt djamm til að geta tekið myndir.....

já og svo kemur að því að

Zorro out....