sunnudagur, maí 30, 2004

Kominn í kyrrðina....

Já ég er kominn í kyrrðina, en stoppa nú ekki lengi hérna í sveitinni því ég fer aftur í stressið á morgun, þ.e. mánudaginn 31. Maí. Ég var að koma úr afmæli, sjeffinn sjálfur er víst orðinn 75 ára gamall og mætti maður þangað og fyllti sig af kökum og öðru góðgæti.

Þegar ég les aftur yfir þetta sem ég var að skrifa fannst mér ég vera orðinn 6 - tugur. Nei nei, þetta er ekkert nema sannleikur.

Ég er byrjaður að vinna, fékk vinnu í pípulagningardeild Húsasmiðjunnar, þar er maður að afgreiða pípara um allskonar röra dótarí og o.fl. Það er fínt að vinna þarna góður mórall og ekkert svaka puð. Ég er að vinna 10 klst. á dag frá 08:00 til 18:00 mán - fös og 09:00 - 15:00 annan hvern laugardag.

Svo er það komið á hreint að í sumar þarf maður að mæta á hvorki meira né minna en tvö ættarmót, tvær helgar í röð. þannig er það að fyrstu helgina í júní er ættarmót hjá ættinni hennar Herdísar og helgina eftir það er frændsystkynamót hjá okkur í ættinni minni. Þetta held ég að verði ekkert nema eintóm snilld út í gegn.

Ég veit nú ekki hvað ég get sagt meira nema það að ég hendi stóru grattitúdi á hann Gulla negra (Guðlaugi skólastjórasyni) sem kom með sparitóbak fyrir mig frá ameríkuni. Jájá kallinn mætti með dollu af Long cut SKOAL, þetta er besta tóbak sem þú færð. Það er sterkara en það sænska og bragðið og lyktin er unaður og þar sem þetta er bara ein dolla þá verður þetta spari og aðeins tekið lítið af þessu draumatóbaki.

En nú verður maður víst að fara að gera eitthvað annað að viti.

Zorro out....

þriðjudagur, maí 25, 2004

Ég fann hann...

Já, ég fann tvífara sjúskaðasta töffara íslands (Helga Björns.), það er enginn annar en Donald Sutherland í myndinni Kelly's Heros frá árinu 1970, þarna fer Donald með hlutverk hermanns og ef þú myndir sjá hann og taka af honum skeggið sem hann er með á þessari mynd þá er hann alltof líkur töffaranum á þeim tíma sem Gerðu það sjálfur, lagið kom út, þegar Helgi var með svona soldið sítt hár og ekki alveg eins sjúskaður og hann er núna.
Ég var að enda við að horfa á þessa mynd og mæli ég sterklega með henni. Hún skartar leikurum á borð við, Clint Eastwood, Don Rickles, Carroll O'Connor, Donald Sutherland og fleirum. Mjög góð mynd sem gerist í seinni heimstyrjöldinni. Eastwood kemst yfir nokkrar gullstengur frá þýskum hermanni sem segir honum hvar sé að finna 1400 slíkar. Eastwood safnar þá liði til að ná í þessar stengur.
Meira segi ég ekki núna, en ég mæli sterklega með þessari mynd. Í næsta pistli mun ég aðeins tala um mynd sem inniheldur orðin "...Clean cut momas boy...". Veit einhver úr hvaða meistaraverki þessi setning er úr, ef þið haldið það endilega skrifið comment og segið mér úr hvaða mynd þetta er sagt.

24, já ég ætlaði að ná í þáttinn í gær en frændi var þá bara ekki heima þannig að ég ætlaði að fara í kvöld en nennti því engan veginn, letin átti mig allann í kvöld. Þannig að í næsta pistli fáiði örugglega að heyra eitthvað frá 4 þátta klápinu mínu.

Dagurinn í dag var rólegur, horfði mikið á sjónvarpið, eins og vanalega, var aðeins í tölvunni og drakk ekki nema 3 kók glös. En vanalega eru það svona 2 lítrar sem fara ofan í mann á dag.

Maður er á leiðinni í hólminn um helgina, maður rennir örugglega í bæinn á laugardagskvöldinu, fer í fermingu í Ólafsvík á sunnudeginum og eftir það rennir maður líklega í bæinn aftur. DVD skrifun mín hefur verið mjög hæg undanfarið þar sem forritið sem ég var að nota fékk eitthvað kast og hætti að virka og er ég á fullu að leita af forriti sem virkar undantekningalaust.

Eins og við má búast er þreyta farin að síga á kallinn enda klukkan að verða 02:00 og nóttin komin. Þess vegna segi ég bara góða nótt og við heyrumst með ferskan pistil á næstu dögum.

Zorro out....

mánudagur, maí 24, 2004

Allt virkar, 24 og friends...

Já nú á allt að virka, þ.e. linkurinn til að bæta mér á MSN listann hjá þér, á að virka núna. Þú einfaldlega smellir á hann og þá á að poppa upp "Add a contact" glugginn úr MSN. Sniðugt ekki satt. Endilega prófið og ef þetta virkar ekki hjá ykkur endilega látið mig vita af því, með commenti. Það verður nefninlega allt að vera í lagi

24 serían er í fullum gangi á stöð 2 og að þeirri ástæðu (þ.e. ég er ekki með stöð 2), þurfti ég að nálgast þættina á annan hátt og er nú kominn með 23 þætti af 24, í kvöld stefni ég á þátta horf 19, 20, 21, 22, 23. fyrir svefninn og ég get varla beðið, en ég þarf að gera það því ég á eftir að ná í 19. þátt en hann var að detta inn í gærkvöldi hjá frænda mínum. En hann sér alfarið um að ná í hluti fyrir mig meðan gamli rokkurinn er eins og hann er.

Svo horfði ég á 'The Last One' í gær, ég held að flestir viti um hvað ég er að tala. Þetta er búið. 5 sekúndna þögn.

1.......

2......

3.....

4....

5...

Já ég er að meina síðasti Friends þátturinn, héðan í frá sér maður ekki nýjann friends þátt. En þessi sería er að mínu mati sú allra besta.

Jæja ég er farinn í Mafia.

Zorro out....

laugardagur, maí 22, 2004

Framkvæmdir...

Já nú hef ég verið að setja inn nýja "fítusa", á síðuna. Ef þið hafið ekki tekið eftir þá er klukka í statusbarnum (fyrir þá sem ekki vita hvað það er þá er hægt að kíkja á hvað ég er að meina Hér og einnig setti ég inn svipaðann "fítus" á alla linka á síðunni minni.

Nýr maður er kominn á linkalistann. Alltaf gaman að bæta á hann.

Svo minni ég alla á að commenta á hluti og kannski skrifa í gestabókina. En bara ef þið nennið.

Zorro out....

föstudagur, maí 21, 2004

Hvernig er þetta....

Nú er ég farinn að halda að enginn lesi þetta lengur hjá mér eða þá að lesendurnir eru óskrifandi eða dauðir. Hvernig væri nú að fara að kommenta á hluti, segja hvað þið viljið lesa, gagnrýna það sem ég skrifa, rífa kjaft... Bara hvað sem er. Svo er gestabókin líka opin öllum.

Jæja, best að hætta þessum pirring og hætta að rífast í ykkur (þó svo þið eigið það nú soldið skilið) og segja ykkur hvernig dagurinn var hjá mér í dag.

Ég byrja á því að vinna til 18:00, fer þá til Teits (pabba hennar Herdísar) og hann hjálpar mér að laga bremsurnar á bílnum mínum, fer svo heim, horfi á sjónvarpið, fer í búðina, kem heim og elda með Herdísi, ét matinn yfir sjónvarpinu, fæ mér í vör og horfi á Sister Act 2 (sem er btw. í sjónvarpinu), rölti út á vídjóleigu og tek tvær spólur, fer heim horfi á aðra þeirra, fer á netið og skrifa þetta og horfa á Any given sunday á skjánum.

Já þetta var dagur í lífi mínu, rólegur og góður.

Ég var að vafra um internetið áðan og rakst þá á eina af þeim skemmtilegustu síðum sem ég hef lengi farið á, en það var síða tileinkuð kónginum, meistara rokksins, Elvis Aaron Presley, en á þessari svakalegu síðu má finna ýtarlegar upplýsingar frá ævi konungsins, allt frá fæðingu (8. janúar 1935) til dauðadags (16. ágúst 1977). En eins og margir sem þekkja mig vita þá er ég mikill Presley aðdáandi og geri mikið um að lesa um hann og hlusta mikið á tónlist eftir þennan mann, mér þykir líka alltaf gaman að horfa á bíómyndirnar sem hann lék í, þótt svo hann hafi ekki verið mikill og góður leikari, þá er alltaf gaman að þeim. Ég mæli eindregið með því að allir sem fíla kónginn kíki á þessa síðu. Svo að lokum langar mér að setja hérna nokkur Quotes.

"Some people tap their feet, some people snap their fingers, and some people sway back and forth. I just sorta do 'em all together, I guess."
-Elvis in 1956, talking about his way of moving on stage.

"Don't criticize what you don't understand, son. You never walked in that man's shoes."
-Elvis often used this adaptation of a well-known quotation.

"...the image is one thing and the human being is another...it's very hard to live up to an image."
-From the press conference prior to his record-breaking Madison Square Garden shows in New York City, 1972.

"There have been a lotta tough guys. There have been pretenders. And there have been contenders. But there is only one king."
-Bruce Springsteen

"Before Elvis, there was nothing."
-John Lennon

"You know, Bush is always comparing me to Elvis in sort of unflattering ways. I don't think Bush would have liked Elvis very much, and that's just another thing that's wrong with him."
-Bill Clinton (During the 1992 presidential campaign.)

"Til we meet you again, may God bless you. Adios."
-Said in 1977 at the end of a concert during his last tour.

Já Presley á stað í hugum okkar allra....

Nú hef ég ákveðið að fara að horfa á mynd, það verður annað hvort Corsican Brothers eða Kelly's heros. Hvor finnst lesendum betri???

Zorro out....

Fyrsta vinnuvikan á enda...

Það er víst þannig að í dag er frí, allavega hjá mér, jújú það er uppstigningardagur og um helgina mun ég horfa á þætti 19 - 22 af 24 og horfa á síðasta friends þáttinn. Djöfull var skrýtið að horfa á, það var svona þáttur sem er með viðtölum við leikarana og upprifjanir, það var næstum því sorglegt að horfa á það. En það besta við friends er það að maður getur alltaf horft á þá.

Vinnan er bara fín, góður mórall og ekkert vesen. Sá sem er yfir okkur þarna er sá allra rólegasti í öllum heiminum, alla vegana hef ég ekki kynnst rólegri manni.

Ég skil ekkert í því hvernig bræður manns í bloggheiminum eru bara hættir að blogga sumir hverjir, eins og þeir félagar á Pallaleigunni, svo er Skrattinn ekki búinn að skrifa síðan 13. Maí, þetta er engin frammistaða hjá þessum mönnum og hvet ég þá nú til að fara að skrifa.

Ég játa það að nú verð ég að hætta í þetta skiptið þar sem þarfari hlutir kalla á mann...

Ég heyri í fjarska raddir sem segja: "Óli fáðu þér í vör, óli settu í þvottavélina, óli vaskaðu upp...".....

Zorro out....

sunnudagur, maí 16, 2004

Eurovision kveld...

Já Eurovision er nú búið og ekki gekk vel hjá okkur íslendingum þar sem við vorum ekki með gott lag þótt söngvarinn hafi kannski staðið sig ágætlega þá var lagið ekki að virka.
Úkraínumenn unnu keppnina að þessu sinni og er ég ekki alveg að skilja það, þar sem þeir voru með virkilega lélegt lag og sviðsframkoman var ekki upp á marga fiska. En svona endaði þetta í ár.

Við sátum nú bara hérna heima og horfðum á þetta ég og Herdís, en eftir keppnina skruppum við aðeins til félaga okkar sem var með smá partý. Þetta partý var nú ekkert svakalegt, en þarna voru skagamenn í stórum meirihluta, þ.e. ég og Herdís vorum eina fólkið sem ekki eru skagamenn. Við fórum ekki seint heim og vorum farin í rúmið kl: 03.00. Mikill slappleiki þar á ferð. Svo vaknaði maður með hausverk í dag og situr núna upp í sófa og horfir á einhverja þætti á útlenskum stöðvum.

Van Helsing...


Um daginn skruppum við í bíó og sáum myndina Van Helsing. Þetta er að mínu mati ein sú allra besta og flottasta ævintýra mynd sem ég hef á minni stuttu ævi séð. Til að fíla Van Helsing verður maður að hafa gaman af ævintýramyndum og myndum sem eru þannig að þær gætu aldrei skeð í raunveruleikanum. Þetta er fyrsta myndin sem ég sé í bíó, síðan ég sá LOTR myndirnar, þar sem ég varð virkilega spenntur. En ég gef þessari mynd fullt hús stiga. Ég mæli með að allir sjái hana.

Vinna...


Ég byrja svo að vinna í fyrramálið, á að mæta kl: 08.00 í húsasmiðjuna, satt að segja þá hlakkar mér til að byrja að vinna þar sem maður er búinn að vera að gera ekki neitt núna í smá tíma. Sefur fram yfir hádegi, fer í tölvuna, horfir á sjónvarpið, borðar, skreppur í búðina, horfir á sjónvarpið, fer í tölvuna og fer að sofa. Þetta hafa ekki verið spennandi dagar hjá mér undanfarið og eins og ég sagði áðan þá er mig farið að hlakka verulega til að fá einhverja tilbreytingu.

Jæja nú er best að fara að henda úr kjaftinum á sér og fá sér eitthvað að borða....

Zorro out....

föstudagur, maí 14, 2004

Próflokadagurinn mikli...

Já góðir lesendur nú er ég loksins búinn í prófunum, þótt þau hafi ekki verið mörg, þá voru þau nokkur. Ég kláraði á hádegi í dag, en þá labbaði ég út úr skólanum. Í morgun byrjaði ég á Enskunni og fór svo strax í Stærðfræðina og eftir hana fór ég í hlustun í enskunni, þannig að þetta ruglaði mig soldið mikið og er ég að jafna mig á þessum mikla rugling núna.

Í kvöld hugsa ég að ég verði bara rólegur, vegna lítils svefns síðustu nótt, og fái mér kannski einn eða tvo öllara eða svo. Einn er þegar farinn niður.

Ég fór í vinnuviðtal í gær í húsasmiðjuna, nánar tiltekið í pípulagningadeild hennar, viðtalið stóð ekki lengi því ég var farinn inn á skrifstofuna kl: 13.15 og kominn út kl: 13.25. Þá sagði kallinn að hann myndi hafa samband á morgun (s.s. í dag) eða á mánudaginn. Nei nei, allt kom fyrir ekki og hringdi kallinn seinnipartinn í gær og spurði mig hvenær ég gæti mætt í vinnu og byrja ég á mánudaginn þar. Vinnutíminn er sæmilegur, frá 08.00 - 18.00 mán. - fös. og annan hvern laugardag frá 09.00 - 16.00. Þetta er bara gott.

Nú ætla ég að fara að skola af mér þann litla skít og svita sem hefur lagst á mig og því bið ég að heilsa.

Zorro out...

fimmtudagur, maí 13, 2004

Nýtt og betra útlit

Já góðir lesendur, eftir að ég skrifaði pistilinn hérna áðan þá ákvað ég bara að henda mér í það að redda nýju útliti á þessa bloggsíðu mína. Ég var orðinn þreyttur á þessu dökka útliti og varð að henda inn nýju.

Ég hef ekki mikið að segja núna þar sem ég sagði megnið af því sem ég get sagt nokkrum manni hérna áðan. Ég sit núna og horfi á Die another day, sem er á Canal+.

En nú hef ég ekkert að segja ykkur nema...

Zorro out...

miðvikudagur, maí 12, 2004

Miklar breytingar...

Já eins og bloggarar hafa tekið eftir þá er búið að breyta öllu hérna á blogger.com. Ég er búinn að vera núna í 5 mín að skoða og pæla í hlutunum og sé að það eru komnir allskonar nýir fítusar, sem er mjög gott.

Ég er búinn að vera í miklum lærdómi er búinn með tvö próf og fer svo í tvö próf í röð á föstudaginn og þegar ég segi röð þá meina ég röð frá helvíti, þar sem þetta eru sjúkrapróf (mér tókst að fá fokking pest í síðustu viku og missti af tveimur prófum), þá á ég að mæta kl: 09.00 og taka fyrra prófið og svo um leið og ég skila því þá byrja ég á hinu prófinu. Þetta verður spennandi föstudagsmorgun hjá mér.

Ég er að fara í vinnuviðtal á morgun hjá Húsasmiðjunni, já maður sækir um allstaðar hérna í borginni, en það er 10ekki auðvelt að fá vinnu í dag ónei. Ég er búin að sækja um á svona 50 stöðum og kannski 10 hafa haft samband aftur eða ekki haft samband.

Já svo er júróvisjon á laugardaginn, sem þýðir að maður þarf að fá sér bjór eða tvo, hver veit nema maður verði bara fullur og horfi á júró... aldrei að vita. Mér finnst að lag okkar Íslendinga í ár vera virkilega vont, ég hata Jónsa og lagið sem hann er að syngja gerir hann ennþá verri en hann hefur nokkurn tíma verið.

Svo hef ég verið að pæla núna í því að finna eitthvað skemmtilegra útlit á síðuna, mér finnst þessi svarti litur ekki alveg vera að virka...

Já nú ætla ég að gefa ykkur lesendum mínum hérna uppskrift að einni þeirri bestu samloku sem ég hef nokkurn tíma smakkað og hvet ég alla til að prófa hana:
innihald:
2 brauðsneiðar
ostur
skinka
season all(krydd)
aðferð:
leggur brauðsneiðarnar á borðið hlið við hlið, setur ost á báðar sneiðar.
Tekur season allið (kryddið) og kryddar vel á ostinn.
Setur skinkusneið á eina brauðsneiðina (ofan á ostinn með kryddinu) og lokar samlokunni.
Setur hana í örrarann (örbylgjuofninn) og hitar þangað til að osturinn er orðinn ágætlega bráðnaður eða samlokan heit.
Setur hana á disk og notar með henni mikla kokteilsósu.

Zorro out....

fimmtudagur, maí 06, 2004

Slæmar fréttir...

...já já það hefur nú lítið skeð það sem af er liðið þessari viku annað en það að slæmu fréttirnar rúlla yfir mann hérna í ghettóinu, já, þær eru orðnar nokkrar þær slæmu núna þessa síðustu daga.


  • Íbúðin á sölu: já já, ég fékk símtal um það að búið væri að setja íbúðina sem við búum í á sölu, þannig að nú þarf maður að fara að vera með svaka vesen og flytja í haust.

  • Annað próf: það má nú segja að þessar slæmu fréttir hafi verið lán í óláni (eins og einhver segir), en það var þannig að ég fór upp í skóla með Herdísi og beið, lærði og las um nasisma og hitler (í Encarta). Svo ákvað ég að skoða blað sem lá á borðinu sem ég sat við, aftan á því var próftafla, auðvitað fer ég að skoða og staðfesta prófin mín og kemur það í ljós að ég er að fara í Ensku próf á morgun. Þá alveg óundirbúinn, vissi ekki einu sinni af þessu prófi, hélt að áfanginn væri próflaus eins og svo margir ensku áfangar, dríf mig heim að læra fyrir það og svo á morgun þarf ég að eyða deginum í það að reikna og horfa á tölur allann fokking daginn. Ekki gott mál þetta allt saman.

  • Hörðu diskarnir í Rokknum eru að öllum líkindum ónýtir báðir tveir, þá þarf maður að eyða peningum í það að uppfæra hana í vor.Já þessi vika hefur ekki verið skemmtileg í fréttum hjá mér, ég ákvað nú að skrifa þennan pistil til að hugsa um eitthvað annað en þetta blessaða ensku próf sem ég er að fara í á morgun, á að mæta kl 09:00 og svaf tæpa 4 klst. síðustu nótt og er ennþá að læra og ég hugsa að ég verði að læra eitthvað fram eftir nóttu, það er í lagi, ætti þá að ganga aðeins betur á morgun. Svo þarf maður að læra líka á morgun svo að maður sefur ekkert fyrr en um helgina, með lærdómnum þá. Fer nefninlega í tvö próf þann 11. Maí, en eftir það er ég líka búinn í prófum þessa önnina.

Tom Berenger er nú að leika í mynd á TV1000 sem er mjög góð dönsk stöð, kvikmyndir allann sólarhringinn, ekki það að hann Tom sé góður leikari, alls ekki, mér fannst bara skrýtið að þetta er önnur myndin í röð með honum í kvöld. Hann er kannski eitthvað vinsæll hjá dönunum, hver veit??? (Danski negrinn veit það kannski???)

Jæja nú bið ég þá lesendur mína sem fylgjast eitthvað með þáttaröðinni 24, að taka þátt í smá könnun um það hver þeir haldi að hafi dáið í síðasta þætti sem ég sá og hverjir hafa dáið eða munu deyja í þessari seríu, endilega dúndrið ykkar hugmyndum í commentið hjá mér. Væri gaman að sjá hvort einhver hafi rétt fyrir sér.

Ég er kominn með æði fyrir bingókúlum....

Zorro out....

mánudagur, maí 03, 2004

Brutal shit...

Já góðir lesendur. Nú er ég búinn að horfa á 18. þátt af 3. seríunni af 24 og ég get sagt ykkur það að ef ykkur finnst spennan hafa náð hámarki í 11 eða 12 þætti eða eitthvað (man ekki alveg hvaða þætti það var), þá eigið þið eftir að missa vatn og saur af spennu þegar þið sjáið þennan þátt, því ó mæ god.
Ég horfði á Jay Leno um daginn og þá kom maður að nafni Kiefer Sutherland til hans og talaði um þessa seríu. Leno spurði hann hvort hann gæti sagt eitthvað um eða úr þessari seríu, það eina sem Kiefer sagði var það að einhver myndi deyja áður en seríann myndi klárast. Núna veit ég hvern hann var að tala um (það getur ekki annað verið).

Annað mál á dagskrá, ég er að verða geðveikur núna, rokkurinn minn a.k.a. stóra talvan, er ennþá dauð, ég kem henni ekki í gang einhverra hluta vegna og er ávallt stutt í pirringinn hjá mér þessa dagana, já svo horfði ég líka á nýjasta Friends þáttinn áðan, mjög góður þáttur þar á ferðinni...

ég sit núna eins og alltaf frammi í stofu, en núna er ég að spá í að fara að hvíla mig eða reyna það allavegana....

Já og að lokum manneskjan sem deyr í 24 er ...........

Zorro out.....

sunnudagur, maí 02, 2004

Flutningar, þreyta og skjár 1...

Já góðir lesendur núna er ég alveg búinn á því. Ástæðan fyrir því er sú að ég var á fullu í allann dag að flytja, nei nei, ég var ekki að flytja neitt heldur var ein af mínum mörgu frænkum að flytja. Ég fór klukkan 3 í dag og kom ekki heim fyrr en klukkan 9 í kvöld. Þreytan er að drepa mig.
Ekki hlakka ég til að flytja, ekki mun ég ráða menn til að hjálpa mér við það, þar sem það voru flutningarmenn að hjálpa okkur í dag og voru í tvo og hálfann tíma og það kostaði hvorki meira né minna en 20000 krónur. Ágætis tímakaup það...

Já ég hef nú ekki meira að segja núna þar sem ég sit og horfi á Carlitos Way, en hún í gangi á Skjánum...

Því segi ég bara.....

Zorro out....