miðvikudagur, júní 30, 2004

Magapest, hiti og vanlíðan....

Já fólk, ég er búinn að vera fár fokking veikur það sem liðið er af þessari annars ágætu viku. Magapest, mikill hiti, máttleysi, þreyta, höfuðverkur, beinverkir og mikil vanlíðan. Ég er nú samt eitthvað aðeins að hressast núna en er samt ennþá með einhvern hita. Það sem af er liðið vikunni er ég búinn að horfa á örugglega 10 myndir og heilann helling af þáttum. Sú mynd sem ég mæli með að allir sjái er myndin Radio en í henni leika Cuba Gooding og Ed Harris aðalhlutverkin. Þar sem ég er mikill Cuba aðdáandi hefur mér fundist hann toppa leik sinn í hverri myndinni á fætur annari, en í þessari toppar hann sig margfalt og mér persónulega finnst hann vera að sýna leik sem sýnir það að nú er hann á toppnum á sínum ferli, það góður er hann í þessari mynd.

Nóg um það, 50 Cent og G-unit að koma á klakann með tónleika, ekkert annað en gott um það að segja og ætla ég að reyna eftir mesta megni að komast yfir miða á það show. Bara loksins einhverjir góðir stórir hip-hop tónleikar á íslandi.

Herdís á afmæli á föstudaginn og annað hvort verðum við á ættarmóti, í hólminum eða bara í ágætis chilli hérna í ghettóinu. Hver veit? Ég mun örugglega reyna að skrifa eitthvað skemmtilegt fyrir það.

En núna ætla ég að leggjast upp í sófa og horfa á eitthvað til að reyna að láta mér batna.

Ég bið bara að heilsa öllum þeim sem ég þekki...

Zorro out.....

laugardagur, júní 26, 2004

Alive and well....

Já ég er lifandi eftir allt saman, ég hef bara hreinlega ekki nennt að skrifa pistla og líka er tíminn ekki neitt svakalega mikill þar sem ég er yfirleitt þreyttur eftir vinnudaginn og svo er ég líka upptekinn við að horfa á þætti. Já ég er kominn með mikla þátta áráttu, ég er búinn að horfa á alla seríuna af The O.C. sem er nýlega byrjuð á Skjá 1 og er kominn langt með seríuna af One Tree Hill sem er einnig nýbyrjuð á Skjánum síðan var ég að komast yfir síðustu þættina í 1. seríunni af N.C.I.S. sem er í miklu uppáhaldi hjá mér og býð ég spenntur eftir næstu seríu. Dead Like MeDead Like Me serían er búin og hlakka ég mikið til að fá næstu seríu í hús þar sem þetta eru einir skemmtilegustu þættir sem ég hef horft á.

Jæja nóg af þáttatali en ef þið viljið vita hvenær þættir koma út (þ.e. erlendis) þá þurfið þið ekkert annað en að kíkja á epguides.com sem er síða með lista yfir ótrúlega marga þætti og allar seríurnar af þeim, nöfn á þáttunum og fleiri upplýsingar.

Ég er bara sáttur við að vera hérna í höfuðborginni í sumar, allavega hefur það sem af er liðið sumri verið fínt. Maður er að kynnast slatta af fólki og allt er í góðu. Það sem ég hef á móti því að vera hérna í bænum er að ég get ekki séð familýuna eins mikið (hljómar væmið) en er satt, þar sem amma gamla er búin að vera mikið veik og svo nátturlega restin af fjölskyldunni. Svo eru það nátturlega allt fólkið heima, þ.e. þessir vinir og kunningjar sem maður á þar, það vantar þennan hólmara fíling á þetta hérna, sérstaklega þegar maður er að fá sér bjór og fá sér mikið í glas. En það bætist nú úr því á versló þar sem ég (eftir mínum heimildum) verð einn heima á víkurgötunni, ef maður er í fríi í vinnunni, en ef ekki þá þá eru alltaf blessuðu Dönsku Dagarnir sem kalla mann heim, það er skyldumæting í hólminn þessa helgi og lætur maður sig ekki vanta þangað.

En svo núna næstu tvær helgar verður maður á ættarmótum um allt land. En ég er á leið á ættarmót hjá fjölskyldunni hennar Herdísar núna fyrstu helgina í Júní og verður það haldið á Lýsuhól og þar mun Herdís vera á afmælisdaginn sinn en hún á afmæli á föstudaginn næsta, þann 2. Júlí og svo helgina eftir það, eða aðra helgina í Júlí verður haldið í Borgarfjörðinn á frændsystkynamót okkar Bullana.

Ég sat hérna og spilaði á gítarinn þegar mér allt í einu datt í hug að skrifa nokkrar línur hérna inn. En núna ætla ég að henda mér í spileríið aftur, er að fá eitthvað kast á að spila "Guns n' Roses" lög eins og Patience og Since I Don't Have You, en þau lög eru í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana.

Ég bið að heilsa öllum þeim sem ég þekki og hlakka til að sjá ykkur næst, en þangað til.....

Zorro out.....

miðvikudagur, júní 16, 2004

Dead Like Me....

Nei nei lesendur góðir ég er ekki farinn að hugsa svona, þ.e. að ég sé dauður. Heldur er þetta nafn á einum bestu þáttum sem ég hef á ævi minni séð, Dead Like Me, þetta eru þættir um unga stúlku sem deyr og verður "Grim Reaper", hún deyr á einn fáránlegasta hátt í heiminum en það springur geimstöð úti í geim og klósettsetan frá henni fellur á stelpuna. Þetta er kaldhæðnir þættir, mikið grín gert af dauðanum og lífinu. Mæli með því fyrir alla þá sem eru að downloada efni af DC að ná í nokkra þætti og horfa á þá. Þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.

Loksins er ég að geta byrjað að skrifa diska, en það er búið að vera djöfulsins vesen að koma öllu af stað eftir að ég kom rokknum í gang aftur. En allt er þetta að koma þannig að nú get ég komið nokkrum myndum á diska í vikunni.

Vinnan er fín, þetta er svo fjölbreytt, ekki eins og margar aðrar vinnur þar sem maður er að gera alltaf það sama allann daginn, t.d. mála, smíða, slá tún o.þ.h., heldur er þetta þannig að maður er að gera einn hlut fyrir kaffi, annan eftir kaffi, annan eftir hádegi o.s.frv. líst vel á þetta.

Alveg er æðislegt hvað fréttamiðlar geta notað í fréttir sínar, ég var að skoða mbl.is og rakst þar á þessa fyrirsögn: "Dorrit eldar með breskum sjónvarpskokki á Bessastöðum". Ég persónulega skil ekki hvað í ósköpunum er fréttnæmt við þetta, mér er alveg sama hvort það sé einhver sjónvarpskokkur að koma og elda með Dorrit á Bessastöðum frá bretlandi. Mér er alveg sama hvort það sé á vegum Iceland express sem þessir þáttagerða menn koma til landsins.

Bara veita ykkur smá hugsjón í pirring minn gagnvart fréttamiðlum landans. En mér er alveg skítsama, þeir mega skrifa og fjalla um það sem þeir vilja, meðan það er ekkert slæmt gagnvart mér og mínum.

Ég er að pæla í að fara að fá mér í eina góða vör og horfa á Dead Like Me á meðan ég verð þreyttur.

Bið að heilsa.

Zorro out....

sunnudagur, júní 13, 2004

Fallinn höfðingi....

Í dag féll frá mikill höfðingi. Hann var lítill, loðinn og sætur. Hann hét Tumi.


Dauður maður, dáinn er,
dreginn var hálfur að húni.
Lífið langsótt hugmynd er!

Takk fyrir lífið, já, takk fyrir mig,
ég að ofan tek fyrir ykkur öllum.
En munið mig áfram, ég vil eigi gleymast.

Ýr 1986


Já hann Tumi, hamsturinn okkar dó í dag. Hann var búinn að vera mjög lasinn greyið en líður mjög vel núna. Ég á eftir að sakna hans, sumum finnst það kannski skrýtið, en ekki mér. Mér þótti ofboðslega vænt um hann.
"Tumi minn hvíl í friði"

Zorro out....

laugardagur, júní 12, 2004

Hanar, hænur og kjúklingar....

Já nú er ég kominn í nýja vinnu, en ég er byrjaður að vinna á kjúklingabúi. Já gott fólk kjúklingabúi lengst inni í mosó.

Ég veit nú ekki hvað maður á að segja ykkur meira, ég er á fullu að reyna að redda því að koma öllum myndunum sem ég er búinn að vera að ná mér í yfir í lappann til að ég geti skrifað þær á DVD en það virðist vera eitthvað vesen í því þannig að einhver seinkun verður á því öllu. En ég náði mér í rúmlega 40gb af myndum og þáttum á nokkrum dögum.

En ég er að fara að horfa á Hellboy núna, en það er mynd sem kemur í bíó hérna á klakanum þann 13 ágúst nk.

Zorro out....

þriðjudagur, júní 08, 2004

Harry Potter heróín sjúklingur....

Já sú frétt prýðir forsíðu DV í dag að Harry Potter, eða öllu heldur leikarinn sem leikur hann, hafi verið fluttur á sjúkrahús vegna ofskammts af heróíni, þetta er að sjálfsögðu alvarleg frétt þar sem þessi drengur er ekki neitt svakalega gamall. En þetta væri alvarlegri frétt ef þetta væri satt. Já, mínar heimildir segja mér að þessi frétt sé fölsuð, að einhver mjög fyndinn einstaklingur úti í heimi hafi ákveðið að koma með smá slúður á þetta átrúnaðargoð margra krakka um gjörvallan heim. Fréttin átti að hafa komið af vef BBC fréttastofunnar en var fölsuð svo að ekkert er satt í þessu máli. Vonum við, þar sem mínar heimildir eru komnar af internetinu líka. En persónulega finnst mér meiri líkur á því að þessi ungi drengurekki farinn að sprauta sig með heróíni þar sem hann er aðeins 15 ára gamall, jújú það ætti svo sem ekki að vera nein fyrirstaða hjá honum, þar sem unt fólk í dag heldur að það sé voða flott og kúl að nota fíkniefni. En mitt mat á þessu öllu saman er sú að Harry Potter er ekki orðinn dópisti, allavega ekki strax.

Gamli góði rokkurinn er kominn í betra horf en hann var í hérna fyrir nokkrum vikum þar sem ég er núna kominn með í hann 352mb af vinnsluminni, í staðinn fyrir mín gömlu 96mb. Ég fór nefninlega á netið og inn á partalistann, sem er síða á netinu með þar sem fullt fullt af fólki er að auglýsa tölvudótarí, síma og margt fleira, á mjög góðu verði. Þetta er náttúrulega allt saman notað, en meðan hluturinn virkar er það í lagi. Já, ég fór þarna inn og setti inn auglýsingu þar sem ég auglýsti eftir vinnsluminni og viti menn sama dag fékk ég emil frá einhverju gæja útí bæ sem sagðist vera tilbúinn til að selja mér 256mb vinnsluminni og það ódýrt. Ég var alveg sáttur við það og renndi til hans í gær og náði mér í það. Jú og svo er ég kominn með sjónvarpskort, sem gefur mér "free TV" eins og ég kom inn á hérna í síðasta pistli og einnig er kominn harður diskur upp á heil 160gb, sem gerir það að verkum að nú er ég að koma mér aftur inn á DC og ná í myndir, þætti, tónlist, tölvuleiki og forrit. Ég held að það fyrsta sem ég leita að á DC eru gömlu góðu Alf þættirnir, en ég sat hérna fyrir framan tölvuna einn daginn og var að horfa á stöð 3, byrjar þá ekki þáttur með Alf. Þið sem munið ekki eftir Alf eða vitið ekki hver hann er, þá eruð þið bara alltof ung, jahh eða bara það að þið hafið ekki horft eins mikið á sjónvarp og ég þegar ég var ungur. En þessir þættir eru snilld. Þeir eru með húmor frá því í gamla daga og eru að mínu mati einn af bestu gömlu þáttunum sem til eru.

Jæja nú er best að fara að leita sér að einhverju sniðugu að gera. Bið að heilsa, og Bloggarar farið þið að taka ykkur á. Engir nýjir pistlar, engir nýjir bloggarar, ekkert. Hvað er heimurinn að verða.

Zorro out....

sunnudagur, júní 06, 2004

Back in Buisness og Free TV....

Já loksins er maður mættur aftur eftir langa fjarveru, en þannig var mál með vexti að það voru einhverjar bilanir hjá þeim sem ég er með tengingu hjá.

Margt er búið að eiga sér stað þessa daga, m.a. það að ég er kominn aftur í Reykjavík eftir að hafa verið heima í hólmi þegar ég skrifaði síðasta pistil, ég tók eftir því að ég mismælti mig og sagði að ég væri að fara á tvö ættarmót í júní en nei að sjálfsögðu ekki heldur eru þessi blessuðu ættarmót í júlí fyrstu og aðra helgina og er hlakki farinn að renna um mallakútinn.
Sjómannaball heima í hólmi, það er það eina sem ég veit, veit ekki hverjir eru að spila né nokkurn skapaðann hlut. En ég óska öllum sjómönnum gleðilegrar hátíðar.

Ég var nokkuð sniðugur þegar ég fékk dreifbýlisstyrkinn, jájá, ég fór niður í BT og keypti mér eitt stykki sjónvarpskort í gamla rokkinn og er nú búinn að sitja í allt kvöld og klápa á Bíórásina, Sýn, Stöð2, slatta af útlenskum stöðvum líka og ég verð nú bara að segja ykkur það að þetta er algjör snilld. Svo fékk ég líka fyrirfram afmælisgjöf, en þar fékk ég harðann disk, heil 160Gb sem hjálpar mér frekar mikið við að byrja aftur að dæla myndunum inn. Ég er virkilega sáttur.

En nú þarf maður að setjast aftur og klápa á eitthvað sniðugt í kassanum...

Bið að heilsa

Zorro out....