laugardagur, júlí 31, 2004

Helgi ölæðis og vitleysu gengin í garð....

Já nú er Verslunarmannahelgin gengin í garð, mörgum til mikillar gleði. Fólk heldur á útihátíðir og annars konar staði þar sem fólk safnast saman til að eiga glaðann dag. Ekki fór ég neitt í ár, frekar en árin áður. En stór ástæða fyrir því er að Herdís er nýkomin úr aðgerð, þannig að við verðum eitthvað róleg þessa helgi. En maður á nú samt alltaf öl í ískápnum og fólk er velkomið í heimsókn, hvenær sem það vill (bara hringja áður).

Mikið svakalega varð ég hissa þegar ég las mbl.is áðan, en þar var sagt frá því að fíkniefnamál hafi verið orðin í kringum 30 talsins og það var bara í gær, hvernig verður talan eftir helgina. Ég held að fyrirsögnin í blaðinu verði "Yfir 1000 fíkniefnamál komu upp á þjóðhátíð, 150 prósenta hækkun frá því í fyrra." Hvað er fólk að láta bösta sig með þetta, þó svo það sé kannski best.

Nú er ég kominn með ritstíflu og get því miður ekki skrifað meira í dag, þannig að ég bið að heilsa og óska öllum góðrar skemmtunar og verði þið mikið full og hafið mikið gaman....

Zorro out....

þriðjudagur, júlí 27, 2004

Fín vika....

Já þessi síðasta vika er búinn að vera mjög góð, nýr bíll, rólegheit í vinnuni, nógur svefn og gott sjónvarp og vídjó.
Já ég kom fram á rólegheit í vinnuni en það er ekki hægt að segja annað þar sem ég var settur í þægilegasta jobbið, sjá um að tína eggin, en það gengur þannig fyrir sig að maður situr á rassinum fyrir framan færiband og tínir eggin af því, að vísu er það aðalega bara fyrir hádegi, en eftir hádegi er maður í að þrífa eggin, tína egg af gólfunum, gefa kalkúna hönum og þess háttar þægindi, það bara gæti ekki verið auðveldara.

Nýji bíllinn er búinn að vera frábær og ég verð alltaf meira og meira hrifinn af honum, hann eyðir litlu, góður kraftur (hundrað og eitthvað hestar undir húddinu), hljóðlátur bara í einu orði sagt BRILLIANT.

Nú fer að líða að Dönskum dögum þar sem ölæði og vitleysa hertekur þá hólmara sem vettlingi geta valdið. Sögur hafa borist mér hingað að VV&B muni taka lagið en enn sem komið er hafa ekki komið áreiðanlegar heimildir þess efnis að það sé satt og rétt, en ef svo er, er ennþá meiri ástæða fyrir sem flesta að mæta og drekka úr sér líftóruna og skemmta sér konunglega.

En nú líður að verslunnarmannahelgi, en það er líka helgi ölæðis og vitleysu. Í ár verður maður staddur hér í borg óttans, ekki veit ég hvort það verður mikið um fyllerí á manni þessa verslunarmannahelgi en það verður þá unnið upp á Dönskum dögum. Að sjálfusér er náttúrlega einhver skítahátíð í borginni sem kallast víst "Innipúki". En að öllum líkindum verð ég staddur í ghettóinu í minni auðmjúku íbúð með bjór í annari og gítarinn í hinni. Þeim sem langar að koma og vera með eru velkomnir, á meðan ég þekki einhvern.

Ég get svoleiðis svarið fyrir það að eftir það sem ég át hérna í kvöldmat þá á ég ekki eftir að éta í tvo daga, en ég fór niður á Kenny og át yfir mig að kjúklingnum þeirra, BBQ borgari og allt sem því tilheyrir og slatti af fleiru. Það var svo gott að troða vörina fulla eftir matinn að ég á ekki til orð.

http://community.webshots.com/user/kveikjari">Kisan okkar hann Tumi, er kominn á það skeið að hann stekkur á mann undan rúminu, sófanum og öllu og býtur í tærnar á manni. Hendurnar á manni eru allar út klóraðar en þetta er bara gaman. Ég setti inn mynd af honum til að sýna sem flestum hversu sætur hann er. Hann er að vísu búinn að stækka slatta mikið síðan þessi mynd var tekin en hann er ennþá lítill og sætur.

Jæja nú held ég að nóg sé komið enda talvan að verða batteríslaus. Ég er búinn að vera í tölvunni núna í tæpa 3 tíma í kvöld, enda ekkert í sjónvarpinu og ég nenni ekki að rúnta í Reykjavík, ég veit um fátt leiðinlegra en að rúnta í Reykjavík.

Bið að heilsa.....

Zorro out....

miðvikudagur, júlí 21, 2004

Hræðileg lífsreynsla og mikil ánægja...

Já eins og ég segi þá varð ég fyrir mjög skelfilegri lífsreynslu síðastliðinn laugardag...

Laugardagur og Sunnudagur

þannig var það að ég, Herdís og Ólöf skruppum í kringluna (allt í lagi), við vorum þar í smátíma og fórum svo aftur heim í ghettóið, nema hvað ég keyri vesturbergið og í miðju vesturberginu þá byrjar að koma reykur upp á milli sætanna í bílnum, mér bregður en ákveð að keyra bara og leggja bílnum heima á stæði, þegar ég er búinn að drepa á bílnum er reykurinn farinn að aukast til muna og mér væntanlega ekki farið að standa á sama þannig að ég lít undir bílinn, til að sjá hvort allt sé í lagi, og þá blasir við mér mikill reykur og eldur. Ég á fætur og segi stelpunum að það sé kviknað í bílnum, en áður en ég missi mig af stressi og hræðslu þá man ég eftir því að það var hálf 2l. kókflaska í aftursætinu (síðan í útilegunni) ég kríp hana og leggst á jörðina og næ að slökkva eldinn, en hleyp svo upp og næ í 8l. af vatni til að klára dæmið alveg (þar sem þetta var ekki neinn svaka eldur þá dugði það). Þannig að Elantran góða er dauð...

Já eftir að þetta var allt búið og maður búinn að róast aðeins niður, fer ég að hugsa málið og ég og Herdís tölum saman og ákveðum að reyna að kaupa nýjann bíl, þar sem ég er að vinna lengst út í mosó þá nægir mér ekki að nota gulu, stóru kaggana sem keyra hringi í bænum. Ég hringi í "bossinn" sem ég er að vinna hjá og fæ frí á mánudag.

Mánudagur

Ég vakna kl: 10.00, og hringi í bílabúð Benna, þar sem við vorum orðin mjög hrifin af einum bíl þar. Fæ þessa líka svakalega góðu þjónustu og konan sem ég talaði við reddaði öllu fyrir mig og sagði mér bara að mæta uppúr hádegi og prófa bílinn. Ég sturta mig og svo er hoppað upp í gula kaggann sem gengur þarna upp á höfða (nr. 14), rölti nokkra metra og tala við konuna sem lætur mig fá lyklana að þessum líka snilldar bíl og ég og Herdís tökum góðann rúnt til að prófa bílinn, sem virkar svona líka svakalega vel. Þegar komið er aftur upp í verslun ákveðum við að slá bara til og skella okkur á þennan eðal bíl. Nema hvað, að konan hringir í eigandann sem er auðvitað að vinna til kl: 17.00, og kemst ekki fyrr en þá. Allt í lagi við göngum frá öllu sem við getum við konuna og förum svo í góðann göngutúr, frá 15.00 - 17.00, komum aftur upp í verslun og skrifum undir fullt af pappírum og keyrum heim á nýjum bíl...

Já, mánudagurinn var öllu betri en dagarnir á undan.
Nú er ég búinn að tala fullt um bílinn sem við vorum að kaupa okkur en hef aldrei sagt neitt um það hvernig bíll þetta er, en þetta er Daewoo Lanos Hurricane, árg. '99 og við fengum hann á 600 þús. kr. sem er 50 þús. kr. ódýra en sett var á hann og eins og þið sjáið á myndinni er hann mjög vel með farinn og hann er ekki keyrður nema rétt rúma 60 þús. km.
Við erum bæði mjög sátt, enda ekki annað hægt. Ef myndin kemur ekki upp er einnig hægt að fara á þessa slóð...

Það er nú ekki mikið fleira sem daga mína hefur drifið undanfarið , þannig að ég segi nú bara: "verið þið hress, ekkert stress.... Bless"

Zorro out....

föstudagur, júlí 16, 2004

Ekki mikið í fréttum....

Já gott fólk ekki segi ég nú mikið í fréttum í dag, en mig langaði nú samt að kíkja og rita nokkur orð.
Ég sit núna í stofunni með kisuna okkar í fanginu, en hann er svo góður að hann kúrir hjá manni heillengi öll kvöld.

En mig langar nú líka að mæla með smá sjónvarpsefni, eins og svo oft áður, en í þetta skiptið eru það þættirnir Kingdom Hospital, eftir Steven King. Það er einmitt verið að sína þessa þætti á stöð 2 núna, en þetta eru brjálaðir þættir, spennandi, "creepy" og virkilega góðir. Endilega kíkjið á þá.

Það var nú ekki mikið meira sem mig langaði að segja í þetta skiptið.

Nú er ég farinn að horfa á Kingdom Hospital.

Zorro out....

þriðjudagur, júlí 13, 2004

Gífurleg þreyta....

Já í dag er þreytan að hertaka mig. Ég held að það sé vegna þess að ég svaf ekki mikið um helgina en ég var á frændsystkynamóti í borgarfirðinum og ég sef ekki mikið í tjaldi.

En það er allt gott úr Ghettóinu. Herdís átti afmæli um daginn og ég gaf henni lítinn kettling í afmælisgjöf, hann hlaut nafnbótina Tumi í höfuðið á Tuma heitinum (hamstinum okkar).

Síðasta vika var brjáluð í vinnuni en á miðvikudag vann ég í 14 tíma og á fimmtudag vann ég í 15 tíma, þannig að næstu mánaðarmót ættu að verða skemmtileg.

Ég er farinn að horfa á pilotinn af þættinum "Joey", sem er þátturinn um Joey í friends.

Bið að heilsa...

Zorro out.....