fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Ekki fleiri hænur....

Mikið er ég feginn. Loksins hættur í hænuvinnunni, en hún var orðin frekan þreytt undir það síðasta. Ekki það að ég sé búinn að vera eitthvað lengi atvinnulaus því að nú er ég kominn með nýja og töluvert betur borgaða vinnu, ég fékk vinnu hjá öryggismiðstöð Íslands, já þið lásuð rétt ég er að verða öryggisvörður í búning og allt. En ég byrja á morgun þar og verð á næturvakt í að ég held 2 vikur. Það er ágætt miðað við launin sem ég er að fá fyrir það þá er ég sáttur.

Annars er maður búinn að vera allt of mikið á flakki síðan fyrir dönsku, en við komum vestur þriðjudaginn fyrir dönsku og fórum aftur um kvöldið, komum aftur kvöldið eftir og vorum yfir dönsku, fórum suður á sunnudeginum og komum aftur á miðvikudeginum og fórum aftur suður um kvöldið. Þetta voru engar skemmtiferðir heldur ferðir til að fara í jarðafarir og plús það að peningurinn hvarf, bara göngin voru orðin 6000 krónur eftir þetta allt saman.

Ég veit ekki hvað maður á að segja ykkur meira, nema þið sem bíðið eftir myndum frá dönsku og menningarnótt 2004, jahh, þið verðið því miður að bíða aðeins lengur þar sem ég er ekki ennþá búinn að nenna að setja þær inn. En þið verðið fyrst til að vita af því þegar þar að kemur.

Jæja best að fara að þrífa bílinn.

Zorro out....

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Ekkert nema snilld....

Já danskir dagar liðnir og þeir voru ekkert nema tær snilld. Ég byrjaði á fimmtudagskvöldið, fór á Narfann og þaðan til Hreðjars og skreið í bólið kl: 06.30. Föstudagurinn fór að mestu leiti í þynnku en ég náði nú samt að komast í ágætis stuð og fór á Fiskana og svo aftur til Hreðjars og skreið heim kl: 07.00. Svo kom Laugardagurinn, ég vaknaði kl:14.30, fór í föt í niður í kjallara opnaði bjór og fékk mér bjór í morgunmat. Síðan var haldið á uppboð sem (eins og fyrr) var mjög gott fékk mér svo göngutúr í gegnum allt fólkið, shit hvað var mikið af fólki í bænum, 13000 manns, og svo fór ég heim. Fékk mér að éta og fór svo á bryggjuna, ágætis bryggjuball svona en hefði mátt vera önnur hljómsveit. Flugeldasýningin var sú besta sem ég hef séð á dönskum dögum og svo var haldið á hótelið á ball með Vinum vors og blóma. Díses kræst hvað þetta var geðveikt ball. Húsið var troðið en samt sem áður var þetta eitt besta ball sem ég hef farið á. Skreið heim kl: 05.30. Sunnudagurinn var mjög rólegur hjá mér pakkaði niður draslinu og keyrði í bæinn.

Ég verð að viðurkenna að ég stóð mig ekki neitt of vel með myndavélina, tók myndir á fimmtudaginn, nokkrar á föstudaginn (þá varð hún batteríslaus) og svo tókst mér að gleyma vélinni heima á laugardeginum. En samt sem áður verða komnar inn myndir á næstu dögum.

Íslendingar voru að brillera núna rétt áðan en þeir voru að taka Ítali í landsleik liðanna í fúsball á laugardalsvellinum, 2 - 0. Ekkert nema snilld það.

Annars er einhver ritstífla í mér í dag, þar sem þreytan er mikil. Ég keyrði einmitt vestur í hólm til að fara í jarðarförina hjá ömmu hennar Herdísar og þá er maður búinn að fara í tvær jarðafarir á einni viku. Maður vonar að þetta verði bara ekki meira þetta árið (7, 9, 13). Já og svo er ég kominn í bæinn aftur og síðustu nótt svaf ég í heila 4 klukkutíma, sem telst ekki mikið á mínu heimili.

Þess vegna ætla ég nú að fara að skella mér í smá vídjó kláp og kíkja á myndina Anchorman.

Já svo að sjálfsögðu ef einhverjum sem þið þekkið vantar DVD spilara. Þá er ég að selja minn. Pioneer, fjölkerfa, með fjarstýringu og í mjög góðu lagi. Selst á 12.000 krónur. hafið þá bara samband. Þeir sem ekki eru með símann sendið bara meil á mig

Bið að heilsa, sjáumst svo niður í bæ næsta laugardag...

Zorro out.....

fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Löng vika.....

Já þetta er búið að vera löng vika, ekki það að næsta vika á að öllum líkindum eftir að vera lengri, en jarðarförin hjá ömmu verður einmitt þá.

Já tilhlökkun fyrir Danska daga verður alltaf meiri og meiri, ekki það að helgina eftir dönsku er menningarnótt þannig að maður tekur að öllum líkindum tvær í röð.

Gay pride um helgina, veit ekki hvort maður skellir sér að sjá hommana, þar sem maður er að vinna alla helgina.

Já margt að ske í ágúst mánuði krakkar mínir.

Ég náði í catwoman í nótt en á eftir að horfa á hana, þannig að næsti pistill sem ég skrifa inniheldur að öllum líkindum einhverja dóma um þá mynd. Ég náði líka í The Anchorman, en það er nýja myndin með Will Farrell og eitthvað fleira.

Ég er að spá í að fara að horfa á sódóma Reykjavík núna þannig að ég bið að heilsa öllum og við sjáumst hress á Dönskum Dögum !!!

Zorro out.....

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Rommkúlur og diska skrifun....

Já nú er ölið runnið af flestum, enda helgin búin og vinnuvikan hófst í dag. Fólk væntanlega þreytt og þunnt eftir langa og góða helgi. En ekki ég, ónei, ég slappaði bara af í ár. Enda verður tekið all hressilega á Dönsku í ár til að vinna upp tap í sumar.

Ég er nú búinn að vera að slappa af í allt kvöld, tók mig til og skrifaði fullt af myndum á diska (til að fá pláss), þreif bílinn og sit nú og borða Rum - Kokos (rommkúlur). En það er eitt besta nammi í heimi.

Undanfarna daga hef ég verið að sanka að mér tónlist líka, svona með myndunum, og er kominn með all svakalegt magn hérna inn á lappann hjá mér, en ég set alla tónlist inn á hann til að hafa pláss fyrir myndir í hinni.

Vinna á morgun og út vikuna, en svo held ég að ég renni nú bara í sveitina á næstu helgi, fram og til baka, svona heilsa upp á liðið og hitta ömmu gömlu, en hún er nú orðin frekar veik.

Ég er búinn að laga linkinn inn á Super Greg hérna til hægri.... þannig að ef þið eruð ekki búinn að sjá hann, þá er skylda að ýta á hann og skoða síðuna vel.... hægt er að sjá hluta af vídjói með meistaranum við lagið Da Number One..... Þið verðið að kíkja á þetta, þetta er fáránlega fyndið....

Ég biðst afsökunar á leiðinlegum pistli en svona er þetta það er ekki alltaf eitthvað sem hægt er að skrifa um.

Zorro out....