laugardagur, september 25, 2004

Ótrúlegt en satt....

Já fólk, pistlarnir eru orðnir fleiri en 100, þetta er sá hundraðasti og fyrsti. Hver hefði trúað þessu, ég veit að ég gerði það ekki.

Allavega nú er maður ekki búinn að gera mikið. Í gær eyddi ég meirihluta dagsins í þynnku eftir fimmtudagskvöldið, en ég fékk mér víst aðeins of vel neðan í því á dávaldinum. En það var nú í lagi þar sem maður hefur ekki gert mikið af því síðan á dönsku dögunum.

Svo er maður búinn að vera duglegur að pakka niður og svoleiðis undanfarið því maður flytur víst um mánaðarmótin, sem lenda á næstu helgi, sem er mjög gott því þá getur maður notað helgina í að "unpakka" og koma sér fyrir.

Ég var að enda við að horfa á mjög fyndna mynd sem heitir The Terminal og er með snillingnum Tom Hanks í aðalhlutverki. Að mínu mati er hann að sína sinn besta leik til þessa í þessari mynd. Ég gef henni 4 stjörnur af 5 mögulegum. Það sem hindrar það að hún fái 5 stjörnur er það að hún Catherine Zeta-Jones er að sína mjög lélegan leik í þessari mynd og minnir hún mig helst á sápuóperuleikkonu, þetta er hennar versta frammistaða til þessa.

Svo eru allir þættirnir að byrja að streyma inn aftur. One Tree Hill byrjað aftur, Dead Like Me löngu byrjað aftur en það er að skella í hús núna, The Dead Zone að byrja að koma inn aftur og svo byrjar ný 24 (Twenty Four) sería þann 3. Janúar nk. O.C. byrjar 4. Nóvember, þannig að ég er að fara að hella mér í þáttagláp í nýju íbúðinni. En þar ætla ég að fá mér þráðlausann ADSL til að rúlla upp góðum hraða í báðum tölvum, 2.5 mb undir fimmaranum, bara góður díll þar.

Jæja ég er farinn að fá mér að éta....

Zorro out....

fimmtudagur, september 23, 2004

Bara fyndið.....

Ég var að koma heim af Sailesh sem var BARA fyndinn. Ótrúlegt hvað hægt er að gera við fólk. Ég ætlaði ekki að hætta að hlægja.

Matið er í gangi (þ.e.a.s. matið fyrir íbúðina) og fáum við svar að öllum líkindum eftir helgi.

Helgi Reynir og Heba búin að eignast litla stelpu, óskum við þeim hér innilega til hamingju með það allt saman.

Ég hef ekki mikið að segja núna nema að nýja vinnan lofa mjög góðu, var lofað mjög góðum launum og mikilli vinnu, sem er ekkert nema gott.

Ég er að fara að vinna á morgun og er frekar fullur núna eftir förina á broadway þannig að ég ætla að fara að sofa núna svo maður verði ekki þunnur og góður í vinnuni á morgun, ég bara nenni því ekki.

Flutningar á næstu helgi.....

Zorro out....

fimmtudagur, september 16, 2004

Ný vinna....

Já nú er ég hættur á þessum næturvöktum, loksins og hættur hjá öryggismiðstöðinni. Ég er kominn með vinnu hjá gólfþjónustu íslands, veit ekki alveg hvað ég er að fara að gera en verð með mjög góð laun, þannig að þá reddast allt.

Við gerðum tilboð í íbúð um daginn sem var samþykkt og nú bíður maður bara eftir greiðslumatinu og vonar að það gangi allt saman upp. Svo verður maður fluttur fyrir mánaðarmót í Torfufell 31, þannig að maður er nú ekki að flytja neitt langt, heldur bara í sitt eigið og fínni íbúð.

Ég hef nú ekki mikið að segja núna ég er bara að slappa af eftir langann og stressandi dag, en ég var í endalausum útréttingum í dag útaf þessum íbúðarmálum.

Bið að heilsa....

Zorro out......

fimmtudagur, september 09, 2004

Þægindi....

Já ég er í fyrsta fríinu mínu síðan 27. ágúst, þetta er kannski ekki langur tími en að vera á 12 næturvöktum í röð er helvíti, það er erfiðara en nokkurn mann grunar.
Ég er í fríi í dag, svo á ég að mæta kl. 06:00 í fyrramálið og vera til 18:00, frí á Laugardag og næturvaktir út næstu viku. Eftir það fer ég svo í einhverja þjálfun eða eitthvað og svo sér maður hvað framhaldið hefur upp á að bjóða (orðar maður þetta ekki einhvern veginn svona?)

Það er ljúft að vera í fríi í dag, þó svo ég hefði viljað vera í fríi í nokkra daga, en svona er þetta bara. Ég svaf nú ekki mikið, svefninn hjá mér er kominn í algjört rugl eftir þessar næturvaktir, ég náði 4 tímum síðustu nótt. Vona bara að ég nái örlítið fleiri í nótt.

Það er ekki mikið búið að gerast hjá mér nema vinna undanfarið og verður lítið annað að gera eitthvað áfram.

Íbúðarleitin er á fullu hjá okkur þessa stundina, þar sem maður verður að vera fluttur út 1. okt. þá er víst betra að vera komin með eitthvað húsnæði fyrir það.

Enn hef ég ekki nennt að setja myndirnar inn, þó svo þær séu ekki margar, en ég ætla ekki að eyða þessum litla frítíma mínum í það að liggja fyrir framan tölvuna og nördast eitthvað. Frekar að eyða tímanum í að horfa á eitthvað, lesa, fara í bíó og þess háttar vitleysu. Það er nægur tími seinna meir til að gera hitt.

Ég er búinn að vera að lesa Harry Potter bækurnar (með Dreamcatcher) undanfarið og er ég búinn með fjórar og er kominn með fimmtu bókina en er ekki byrjaður á henni. Nú hugsa væntanlega margir "Hahah! hann er geðveikur, þetta eru bækur fyrir börn!!!" En ég segi nú bara við þá sem hugsa svona, "Fokk off!!!", málið er að þetta eru nefninlega mjög góðar ævintýrabækur. Ég byrjaði að lesa þær eftir að félagi minn benti mér á að lesa þær, ég hugsaði í fyrstu "nei vá, þetta er eitthvað anskotans kjaftæði, eitthvað galdrabull". Núna er ég fastur í þeim, ég las fjórðu bókina á 3 eða 4 dögum. Mæli með að allri sem hafa gaman af því að lesa ævintýrabækur, já, eða horfa á ævintýramyndir að lesa bækurnar eða horfa á myndirnar, því bæði eru mjög gott afþreyingarefni.

Ég veit ekki hvað meira ég á að segja ykkur, afmælisdagurinn minn var um daginn. Nokkrir hringdu og létu heyra í sér en enginn lét sjá sig niður á bryggju. Ekki það að mér er nú nokkuð sama, þetta var nú enginn stór dagur og ég skil fólk alveg að nenna ekki að keyra í viðbjóðslegu veðri til að segja "Til hamingju með afmælið!", það er bara rugl. Ég veit að ég hefði ekki nennt því. Frekar að hringja, jahh, eða bara hreinlega senda SMS.

Quote dagsins: You may tell our enimies, that they can take our lives, but they will never, take our FREEDOM!!!!! Mel Gibson í myndinni Braveheart

Zorro out.....

sunnudagur, september 05, 2004

Afmælisdagur dauðans....

Já í dag er 5. September og í dag á ég afmæli.

Ég á ekki eftir að njóta dagsins í dag á annan hátt en síðustu daga, s.s. upp í rúmi sofandi og kvöldið og nóttin fer í vinnu, gaman það.

En eins og ég sagði hérna í gær þá tek ég á móti gestum á Kópavogshöfn, fyrir framan skrifstofur Atlantsskipa og Atlantsolíu á milli kl. 20:00 - 08:00.

Nóttin í nótt var ósköp viðburðarlítil, að vísu horfði ég á eina bestu mynd sem ég hef á ævi minni séð, en það var myndin Butterfly effect og mæli ég eindregið með þeirri snilldarmynd. Ég skammast mín ekkert fyrir að gefa þessari mynd 5 stjörnur af 5 mögulegum.
Aston Kutser (Demi Moore ríðarinn) fer á kostum og sýnir alveg kyngimagnaðann leik ásamt fleirum.

Ég er að verða búinn að lesa eina þá bestu bók sem ég hef litið í, en það er bókin Dreamcatcher og er eftir meistara Steven King. Ef fólki fannst myndin góð þá get ég fullyrt það að bókin er tífalt betri.

Jæja farinn að sofa.....

Zorro out....

laugardagur, september 04, 2004

Slæmt skap....

Ég er í slæmu skapi þessa stundina þar sem ég get ekki sofnað eftir enn eina nóttina. Já að öllum líkindum verður afmælisdagurinn minn þetta árið eftirfarandi:
- Kem heim úr vinnunni kl: 08:00
- Fer að sofa kl: 09:30
- Vakna kl: 18:00
- Fer að vinna kl: 20:00
Já ekki skemmtilegur afmælisdagur þetta, en samt sem áður tek ég á móti gestum á kópavogshöfn, fyrir framan Atlantsskip, frá kl: 20:00 - kl: 08:00. Allir velkomnir.

Já ég er orðinn soldið mikið þreyttur á þessu, þ.e. þessum næturvöktum. Við vorum að ræða þetta ég og gæinn sem er á móti mér og við erum sammála um það að ef vaktirnar væru 8 tímar í stað 12 tímar þá væri þetta allt annað. En það þýðir ekki að væla heldur bara að hugsa um peningana.

Ég biðst afsökunar á síðustu pistlum þar sem fátt annað en kvart hefur heyrst á þeim en það er vegna pirrings míns á þessum næturvöktum.

Zorro out....

föstudagur, september 03, 2004

Ohhh shit.....

Já nú eru liðnar 7 nætur og maður orðinn verulega þreyttur, ég er varla búinn að sjá kærustuna mína í viku núna, nema kannski einn og hálfann til tvo tíma á dag, svefninn orðinn verulega óreglulegur. Ætli ég verði ekki sofandi á afmælisdaginn minn, alveg gæti ég trúað því.

Ég hringdi í kallinn í gær sem sér um þetta allt saman og spurði hann svona með framhaldið og hvernig þetta ætti að vera þarna niður á kópavogshöfn. Það sem hann sagði var "Nú bara eins og við töluðum um.". Já sagði ég bara og þá var því nú búið, en svo fór ég nú að hugsa um það sem við töluðum um þegar hann réði mig. Þá sagði hann "... já svo um miðja næstu viku eða í lok hennar verð ég búinn að ráða menn til að leysa ykkur af..." (vikan í sem er að klárast núna), ég veit ekki betur en að "mið vika" sé búin og lok hennar séu nú nokkurn vegin búin líka. En það er kannski bara vitleysa í mér.
Það sem heldur mér gangandi núna er umhugsunin um launaseðilinn um næstu mánaðarmót. "SWEET!!!".

Já mig langaði nú bara að skrifa nokkur orð hérna inn áður en ég hendi mér í bælið.
Góðan dag....

Zorro out....

fimmtudagur, september 02, 2004

Ahhh!!!....

Já lesendur góðir, ég er þreyttur. Nú er ég búinn að vinna mér inn tæpann 80 kall á 6 nóttum, já ég er búinn að vera á næturvakt í 6 nætur núna og er orðinn vægast sagt þreyttur. En það verður gaman um mánaðarmótin næstu að segja "Sjó mí ðe moní!!!" eins og varð svo frægt í myndinni Djerrí Makgvæer um árið.

Mig langar til að kynna ykkur fyrir nýjum bloggara með meiru, hann gerði garðinn frægann með hljómsveitinni "Feedback" hér um árið og sló í gegn með hljómsveitinni "Bölverk". Hann er mikill formúlumaður þó svo hann hafi margar ranghugmyndir í þeim málum. Hann er enginn annar en Hrafnkell Thorlacius a.k.a. Keli Toll a.k.a. Keli a.k.a. Dj. Keli a.k.a. Dj a.k.a. ... nóg komið af þessu a.k.a. kjaftæði, það vita allir um hvern ég er að tala.
Við bjóðum hann að sjálfsögðu mjög svo velkominn í heim bloggarans.

Ég er ekki ennþá búinn að setja myndirnar inn þar sem ég hef ekki haft tíma til þess, ég hef aldrei vakið svona lengi á daginn í núna heila viku, þar sem ég fer alltaf að sofa þegar ég kem heim og sef þá til svona 17:00 og er farinn í vinnuna kl: 19:45 og ég eyði ekki þessum stutta tíma sem ég hef vakandi í tölvunni. Ég fer í búðina og kaupi magic, kók og kannski eitthvað "munch" (borið fram sem möns og þýðir á minni tungu nammi). Fer svo heim og slappa af og fer svo í vinnuna og geri ekki rassgat nema lesa í 12 fokking tíma.

Jæja nú eru augun orðin mjög rauð og augnlokin farin að þyngjast, líkaminn orðinn máttlaus og ég er alveg að sofna, þar af leiðandi ætla ég nú að kveðja að sinni.

Quote: Jules : The path of the righteous man is beset on all sides by the inequities of the selfish and the tyranny of evil men. Blessed is he, who in the name of charity and good will, shepherds the weak through the valley of darkness, for he is truly his brother's keeper and the finder of lost children. And I will strike down upon thee with great vengeance and furious anger those who would attempt to poison and destroy my brothers. And you will know my name is the Lord when I lay my vengeance upon thee. (tekið af IMDB.com) úr myndinni Pulp Fiction sem kom út árið 1994.

Zorro out....