sunnudagur, október 31, 2004

...

Já ég fann engann skemtilegan titil á þennan þreytta pistil, en ég hugsa að hann eigi eftir að vera álíka tilgangslaus og sá fyrri.

Dagurinn í gær fór mestmegnis í vesen. Fór og keyrði útum allann bæ fyrir hana móðir mína með eitthvað blað sem margir af mínum ættingjum þurftu að skrifa nafn sitt á. Byrjaði á því að renna út í Hafnarfjörð og hitta bróðir mömmu minnar, hann Bulla, sem skrifaði nafn sitt á blaðið, ég stoppaði nú ekki lengi hjá honum heldur brunaði ég útí Garðabæ að hitta bróðurson mömmu, stoppaði hjá honum í góðann hálftíma eða svo. Fór þaðan í rúmfatalagerinn að kaupa sturtu græjur (sturtu dót til að skrúfa upp á vegg svo maður geti farið í sturtu), náði svo í Herdísi í vinnuna og fór heim og setti upp sturtuna. Fór svo niður á kaffibrennsluna að hitta annan frænda minn, þar sem ég keypti mér góðann bjór og körfu með góðum samlokum í (fullt af litlum samlokum). Eftir það fórum við Herdís til Helga og Hebu, eða eins og ég segi stundum Heba og Helgu (já málheltnin liggur enn í mér), vorum þar í góðu yfirlæti í rúmann klukkutíma. Komum heim og fórum fljótlega að sofa.

Ég horfði á skemmtilega mynd áðan, hún kom mér mikið á óvart og sá ég það að maðurinn á bakvið þá mynd er maður sem veit hvað hann er að gera. Þetta var myndin "Fahrenheit 9/11" eftir Michel Moore, þessi mynd er sláandi og ef einhver maður sem horfir á þessa mynd og er ennþá stuðningsmaður George W. Bush, þá á sá maður virkilega bágt. Ég ætla ekki að segja neitt úr þessari mynd þar sem allir verða að sjá hana án þess að vita nokkurn skapaðann hlut fyrirfram. En þessari mynd gef ég hiklaust 4 stjörnur af 5 mögulegum. Besta heimildarmynd sem ég hef séð.

Ég varð "grand" á því í gær og keypti mér disk með íslenskri hljómsveit sem kallar sig Mugison, ég vissi nú lítið hvað ég var að kaupa, en Herdís var hrifin af þessu ásamt öllu staffinu í skífunni, ég sló til og keypti helvítið og viti menn þetta er bara drullu góður djöfull, dálítil steypa en mjög góð hlustning (ef það má orða það þanning).

Það er leikur í bikarnum í kvöld KR - Snæfell, maður kannski drífur sig á leikinn, svona til að sjá liðið í "action", leikurinn hefst kl. 19:15 í DHL - höllinni.

Liverpool menn bara búnir að missa sinn besta sóknarmann í allavega ár eftir að hann varð fyrir því heppilega óhappi (ef svo má að orði komast) að brotna skemmtilega illa á í leiknum á móti Blackburn. Það má komast að meiru hér.

Ég er farinn í Need for Speed....

Zorro out....

föstudagur, október 29, 2004

Ekki viss....

Nei ég er ekki alveg viss hvað ég á að gera í þessum síðumálum. Ástæðan fyrir því að ég er að (kannski) fara að gera þetta er vegna þess að það er svo anskoti oft bilað hjá Blogger.com og allt erlenda dánlódið. Ætli maður haldi ekki bara upp báðum síðum í svona viku og sjái svo hvað setji.

Það var bara stuttur dagur í dag hjá okkur í vinnuni, Herdís byrjaði í skífunni í morgun og er ég að fara að ná í hana, þar sem ég náði í bílinn eftir vinnu hjá mér.

Skrapp einn hring í gær með honum Hannesi félaga mínum, fengum okkur bara í vör og keyrðum einn hring. Það var fínt.

Ég segi bara að þetta er einn sá þreyttasti pistill sem ég hef skrifað og hef ég nú skrifað þá marga.

En ekki gleyma að láta mig vita hvað þið viljið í síðumálum.

Denny Crane....

Zorro out....

fimmtudagur, október 28, 2004

Tilraun....

Já nú ætla ég að gera tilraun og setja upp nýja bloggsíðu slóðin á hana er þessi.

Þar er hægt að kjósa um það hvora síðuna ég eigi að halda uppi....

Endilega kíkið og látið mig heyra hvora síðuna þið viljið....

Zorro out....

Kóngurinn lifir.....

Já mig langar að gera smá könnun á því hvort lesendur og aðrir séu ánægðir með þessa síðu eða hvort ég ætti að skella mér í það að færa mig yfir á Blog.central.is. Ég gerði sýnishorn yfir það hvernig ég hugsa að það myndi líta út allt saman, tékkiði á því Hér.

Já geðveik vinnuvika að verða búin, ég hef byrjað kl: 06:00 alla fokking vikuna og ekki komið heim fyrr en svona 21:00+ á kvöldin, nema í dag þá vorum við búnir kl. 15:00. Ég get ekki neitað því að það er svolítil þreyta í líkamanum á mér og ég get alveg sagt það núna að helgin hjá mér verður róleg núna, en helgina eftir það verður tekið á því og skellt sér í bæinn með strákunum, "boys night out"...

En núna verð ég að fara í Need For Speed....

Munið að láta mig vita hvort þið viljið Þessa síðu eða þessa síðu

Zorro out....

sunnudagur, október 24, 2004

Shæse....

Já ég er orðinn hooked á einum flottasta bílaleik sem ég hef séð á ævi minni, en það er leikurinn Street Rod.... Eða neinei það er víst leikurinn Need For Speed: Underground, það er einn sá allra flottasti og besti bílaleikur sem ég hef prófað og hef ég nú prófað þá nokkra, þó svo að Street Rod sé ávallt sá bílaleikur sem lét mann fá áhuga á bílaleikjum og mun alltaf vera klassík.

Kjútlingur í matinn í kvöld er að fara að henda honum í ofninn.

Ný vinnuvika að byrja á morgun, hún verður víst alveg geðveik, örugglega allt langir og góðir dagar. Fer að vinna einhversstaðar rétt hjá Hvolfsvelli eftir mánaðarmótin og það er alveg brjálað að gera í vinnuni og það verður það örugglega þangað til um jólin.

Jæja ég er orðinn svo fáránlega svangur að ég ætla bara að skella mér matreiðslu.

Zorro out....

fimmtudagur, október 21, 2004

Ekki list....

Nei ég hafði ekki list á því að fara í Hvergigerði á leikinn þar sem ég var búinn að heyra að allt væri fokking sleipt og leiðinlegt, þannig að maður verður víst bara að liggja heima og heyra af leiknum í kvöld.

Ég hugsa að helgin hjá mér verði róleg en samt er maður ekki búinn að taka neina fasta ákvörðun um það. Gæti samt verið gaman að fá sér nokkra öl og verða kannski smá fullur til tilbreytingar. Langt síðan að maður gerði það.

Það verður stuttur dagur í vinnuni á morgun, sem betur fer, maður er orðinn þreyttur eftir þessa viku þar sem maður byrjar yfirleitt klukkan 6 eða 7 og er að vinna til svona 8 til 10 á kvöldin. En það er bara gott peningalega séð.

Maður er byrjaður á fullu aftur á þessu sem var lokað á tímabili, en maður er ekki með sama kraftinn og áður, þar sem maður nennir nú ekki að lenda í neinu veseni, það gæti verið hringt í mig og ég beðinn að koma í skýrslutöku.

Ég hef sjaldan hlegið eins mikið kl. 07:10 og ég gerði í morgun þegar ég var á leiðinni í vinnuna og hlustaði á fréttirnar og það var sagt frá því að löggan vissi hverjir það væru sem hefðu ráðist inn í DV í gær og tekið fréttaritara blaðsins hálstaki svo stórsæi á og að löggan hafi hringt í þá og tekið af þeim loforð um að mæta í skýrslutöku í dag eða morgun (man ekki alveg), plús það að það var skýrt tekið fram að þessir menn væru þekktir glæpamenn. Löggæsla á íslandi er til skammar!

Já....

Zorro out....

miðvikudagur, október 20, 2004

Hvað er upp....

Með þetta ógeðslega veður sem er búið að vera að lemja á manni hérna undanfarna daga, maður fer að sofa og vaknar og þá er kominn snjór í alla kanta og kominn ógeðslegur vindur og læti ásamt ís fokking kulda. Ég hata úti!!! En í dag er nú ágætisveður þó svo að það sé drullu kalt.

En nóg um veðrið, Snæfell 87 - Keflavík 82. Þetta er bara snilld. Kannski minnkar "Trash talkið" frá þessum "wannabe" negrum í Keflavík aðeins.

Er ekki búinn að gera neitt mikið núna undanfarið nema að horfa á vídjó, já, vídjó maður er ekki búinn að ná að setja DC almennilega upp síðan maður fékk sér nýja tengingu. En ég er nú mest megnis búinn að vera að horfa á Friends. Annars er nú búið að vera "sick" að gera í vinnuni maður er búinn að vera að vinna til 21:00 flest öll kvöld í 2 vikur, en það var stuttur dagur í dag og var ég búinn kl: 12:30.

Ég veit ekki hvort einhver lesi þetta blessaða blogg mitt en ef einhver er að kíkja á þetta reglulega endilega commentiði á þetta svo maður viti að maður er að skrifa eitthvað sem fólk les.

Farinn...

Zorro out....

sunnudagur, október 17, 2004

Alltaf nóg að gera...

Já það er alltaf nóg að gera hjá mér, ég var að vinna í gær frá 07:00 til 17:00 og var það bara ágætt, en hefði nú samt viljað eyða laugardegi í eitthvað annað en vinnu.

Ég sit hérna inni í stofu og er að horfa á C.S.I. og þetta er án efa einn ógeðslegasti þáttur sem ég hef séð, í byrjunaratriðinu á þættinum er góð mynd af afhoggnum haus sem er byrjaður að rotna og já það var ógeðslegt.

ég gerði ekki mikið í dag heldur slappaði ég bara af og fór í lindina og skoðaði ýmislegt og fór svo bara heim og er búinn að horfa á sjónvarp og vídjó síðan.

núna er ég orðinn of spenntur til að skrifa meira, kem með meira seinna...

Zorro out....

laugardagur, október 16, 2004

Andvaka....

Þetta er asnalegt orð, "ANDVAKA", kannski er þetta komið af "ANTI"vaka eða eitthvað álíka. En málið er að ég ligg hérna upp í rúmi og get ekki sofnað og á að mæta í vinnuna eftir 3 klukkutíma. I'm going crazy....

Ég setti inn nokkra nýja linka hérna um daginn, en það voru linkar hjá:
Helga Reyni, Hebu, Fríðu, BBc (Brokey basketball club) og já ég held að ég sé ekki að gleyma neinum.

Fór í bíó áðan, fyrsta skipti í langann tíma, en við fórum að sjá myndina Cellular með álkunni úr 8 mile (þessari sem lék mömmuna), man ekki hvað hún heitir í augnablikinu. En þessi mynd kom mér á óvart, ég bjóst við mynd þar sem hún er að væla í símann og biðja þennann strák um hjálp. En það er hörku "action" í henni, endirinn er að vísu svolítið klisjukenndur en góð mynd samt sem áður og gef ég henni þrjár og hálfa af fimm mögulegum.

Jæja, ég er farinn að skvetta úr skinnsokknum....

Zorro out....

fimmtudagur, október 14, 2004

Það er komið að því.....

Já nú er komið að því að ég skelli inn hérna ágætis pistli þar sem ég hef nú ekki skrifað í háa herrans tíð.

Ætli ég byrji ekki á því að segja ykkur frá flutningum og öllu í kringum það.
Það var föstudagurinn 1. október að ég fer í vinnuna kl: 08:00 og svo kl: 10:00 fæ ég að skreppa til að skrifa undir alla kaupsamningana og þetta drasl, kem aftur um hádegi og við erum búnir að leggja þetta blessaða praket um kl: 14:00, þá er haldið heim á leið og byrjað að hamast í flutningum, það eru farnar margar ferðir á milli, pajeróinn hjá mömmu var fylltur af drasli mjög oft, svo var borðað, og flutt meira dót. Við skiluðum síðustu lyklum af íbúðinni í Asparfellinu um kl: 23:00 og vorum þá loksins flutt út úr þeirri kompu og erum komin í frábæra íbúð í Torfufellinu. Kl: 09:00 næsta morgun er svo haldið af stað vestur í hólm að ná í sófasett og ískáp sem ég fékk í láni hjá frændfólki, allt gott með það og kominn aftur í RVK kl: 19:00, fæ ég Arnþór frænda til að hjálpa mér að bera þetta upp og komumst við að því að helvítis sófinn (stóri) var töluvert þyngri en ísskápurinn. En jújú þetta hafðist allt. Síðan þá er maður búinn að vinna eins og "mömmuríðari" og koma sér almennilega fyrir. Nú er ég kominn með þráðlaust net sem hljóðar uppá heil 2.5mb sem er mjög gott, báðar tölvur með þráðlausum kortum og ekkert vesen.

Mig langar nú líka að tala við ykkur um fleiri hluti en þetta og mig langar að segja við hann Björn nokkurn Sigurðsson að hann er að gera góða hluti, en hann er einmitt að halda úti síðu með nöfnum á mörgum dópsölum landans. Jú jú kannski er maðurinn snargeðveikur í hausnum að vera að þessu en jahh þetta er nú samt ágætis hugmynd hjá honum (finnst mér) síðan er dopsalar.tk. Kíkið á þetta...

Nú er körfuvertíðin byrjuð aftur og samkvæmt mínum heimildum byrjar það bara ágætlega hjá okkar mönnum í Snæfell. Það verður gaman að fylgjast með þessu í vetur og öll vonum við nú að þeir hirði þetta allt saman í ár.

Að lokum langar mig að nefna það að ég setti inn nokkra linka í viðbót.

Ég er farinn að klápa....

Zorro out....

þriðjudagur, október 12, 2004

Snilld....

Já góðir lesendur ég er mættur aftur. Fluttur í nýja íbúð, kominn með þráðlaust net (2,5mb), vinnan er snilld, nú er gaman að lifa.

Ég hef fullt að segja núna en ég bara nenni ekki að skrifa mikið meira í kvöld þar sem ég er virkilega þreyttur eftir vinnuna síðustu tvo daga. Í gær vann ég 17 klst. frá 06:00 - 23:00 og í dag frá 06:00 - 18:00, sem er mikið, en ég kvarta ekki því mikil vinna þýðir meiri peningur.

skrifa meira á morgun....

Zorro out...