föstudagur, nóvember 26, 2004

Allt að verða vitlaust....

Já það er allt að verða vitlaust á spjallsíðum sportsins útaf þessu drasli með launaþakið og allt draslið. Nú á að fara að banna leikmönnum snæfells að þjálfa yngriflokka, bara "how fucked up is that", ég skil þetta ekki en mér persónulega finnst þetta bara vera árás eða kannski má kalla þetta einelti, svei mér þá ég veit ekki hvort þetta er.

Ég gerði skrýtinn hlut í gær en ég fór á vef Stykkishólms bæjar og skoðaði þar ljósmyndasafnið. fann ég fullt af þessum líka frábæru myndum og verð ég að skella einni hérna inn Sjáiði þetta

Ég er búinn að vinna eins og geðsjúklingur í þessum mánuði og var að telja saman tímafjöldann minn og er hann kominn í 240 klukkustundir, sem er að mínu mati geðveiki, ég er búinn að fá 3 frídaga í það heila en verð að vísu í fríi alla helgina, þannig að þeir verða 5.

Manni er farið að hlakka ískyggilega mikið til að koma heim yfir jólin, maður á sennilega eftir að villast maður hefur ekki komið heim svo lengi. Ég hef ekki komið síðan á Dönskum dögum vestur í hólm og er maður farinn að sakna þess að geta farið út og tekið bryggjurúnt stokkið á bensó og gripið kók og svínabjúgu. Ahhh!!! mig hlakkar til.

Jæja best að fara að spila á gítarinn, maður er búinn að spila svo lítið þennan mánuðinn að maður verður að taka það upp á frídögum og í jólafríinu.

Smá spurningakeppni (ég er ekki búinn að ákveða verðlaun ennþá):

1. Hvaða lag byrjar með þessari línu og með hverjum "Sheets of empty canvas..."
2. Sama með þessa línu "And I feel that time's a wasted go..."
3. Og þessa "Livin' easy, livin' free..."

Zorro out....

laugardagur, nóvember 20, 2004

Jamm Jamm Jamm Jamm.....

Jájá Snæfell eru orðnir hópbílabikarmeistarar, það er orðið opinbert að við unnum Njarðvíkinga í úrslitaleiknum í laugardalshöllinni í dag. Við vorum yfir allann tímann nema fyrstu tvær eða þrjár mínúturnar og óska ég þeim öllum til hamingju með þennan frábæra sigur.

Nú er ég byrjaður að fagna en ég sit hérna með heilann bjór sem ég átti inni í ísskáp, en þeir verða víst ekki fleiri í dag þar sem maður á ekki fleiri en það.

Ísraelar eru í endalausu stríði en núna eru þeir byrjaði að berjast við engisprettur og eru ísraelar byrjaðir að nota flugvélar til að drepa þessar sprettur...

Verið blessuð og sæl....

Zorro out....

mánudagur, nóvember 15, 2004

Vinna....

Já ég vann alla síðustu helgi vaknaði kl. 06:00 báða dagana sem varð til þess að ég ákvað að djamma ekkert þessa helgina.

Ég man nú ekki hvort maður var búinn að segja frá því hérna en við komumst ekki heim í hólm fyrr en seinnipartinn á aðfangadag þannig að maður verður nýkominn í sæluna þegar maður fer í suitið og skellir klikkað góðum mat í skoltinn á sér hjá tengdó, en ég verð þar yfir hátíðirnar þar sem gamla settið ætlar að skella sér til Kanarí yfir jól og áramót, þannig að maður verður með mansionið útaf fyrir sig yfir það allt saman og hver veit nema maður skelli sér á gott djamm á annan í jólum og það er nú bara mjög líklegt að áramótin verði tekin með trompi, líkt og áður.

En ég veit nú ekki hvað maður á að segja mikið meira í þennan þreytta og leiðinlega pistil hjá mér annað en það....

Zorro out....

mánudagur, nóvember 08, 2004

Fín helgi....

Ég átti fína helgi, eða svo má segja. Hún byrjaði nú á föstudagsnóttina þegar ég svaf ekki dúr, ekki einu sinni dorm. Fór að vinna kl. 06:00 upp í kringlu og vann til 15:00 fór þá heim og lagði mig til kl. 17:00, fór á KFC og fékk mér að éta fór svo heim og fór í sturtu og fékk mér bjór, fékk mér svo annan bjór og svo skutlaði Herdís mér til Ella frænda og þaðan fórum við á gaukinn, en við vorum mættir þangað kl. 20:30, þar sem það var kynningarkvöld hjá spörtunum, en það er kallaklúbbur sem Elli og vinir hans stofnuðu. Þar var kippa af bjór á mann og svo tilboð á barnum eftir það (gott tilboð), maður drakk þessa kippu og svona 8 - 10 eplasnafsstaup og "holy shit" hvað ég var drukkinn þarna sat maður og spjallaði þar til klukkan var orðin 02:30 en þá var ég orðinn svo drukkinn að ég dreif mig heim. En þrátt fyrir þessa miklu ölvun var ég ekki vitund þunnur á sunnudeginum. En síðan þá hefur lífið gengið sinn vanagang.

Við drifum okkur í bíó á Sunnudaginn en við fórum á myndina Ladder 49, með John Travolta og Joaquin Phoenix. Djöfulsins svaka mynd er þetta, virkilega spennandi og vel gerð. Leikurinn í myndinni er til fyrirmyndar og leikstjórn mjög góð. Þegar ég fór á þessa mynd bjóst ég við svona týpískri Hollywood mynd en þessi kom mér virkilega á óvart þar sem söguþráðurinn er ekki þessi týpíski. En ég er tilbúinn að gefa þessari mynd 5 stjörnur af 5 mögulegum.

Eg sit núna fyrir framan Skjáinn og er að horfa á Dead Like Me, en það eru að mínu mati einir af bestu sjónvarpsþáttum sem framleiddir hafa verið. Þeir eru svo kaldlyndir og húmorinn er svo svartur. Ég mæli hiklaust með því að þeir sem ná Skjánum að horfa á þessa þætti (20:00 á mánudögum), en fyrsti þátturinn var núna að enda.

Ég er farinn að klápa....

Zorro out....

laugardagur, nóvember 06, 2004

Ég er orðinn gamall.....

Já ég fékk áfall áðan, ætlaði að kíkja á ghettóið eins og maður gerir alltaf. En viti menn ég skrifa niður urlið og ýti á enter og kemur þá ekki einhver mega site of bible það verður að passa sig að gera http://ghetto-blog.blogspot.com en ekki http://ghetto-blog.blogpsot.com/. Sjáiði muninn ég tók ekki eftir honum strax og hélt að einhverjir brjálaðir ofsatrúarmenn hefðu yfirtekið síðuna mína. Var alveg tilbúinn til að fara niður á Ómega og sýna Gunnari í krossinum og Eiríki á Ómega (held að hann heiti það) já og sýna þeim hvar Davíð keypti ölið, s.s. berja þá til óbóta (það væri samt alltaf gaman að gera það) en ég er svo mikill friðarsinni að ég ákvað bara að rannsaka þetta mál og sá þá mistökin. Sjáið þið þau ?? látið mig vita líka hvort þið sáuð þetta strax.

Ég á að fara að vinna eftir 4 klst. eða kl. 06:00 við erum að fara að slípa eitthvað gólf í kringlunni, þannig að ef þú átt leið þar og heyrir brjáluð læti útúr einhverri búð eða einhverju þá er ég kannski þar bakvið. En ég býst við að verða búinn í kringum 15:00 eða öðru hvoru megin við það.

Ég held að ég verði að reyna að fara að sofa þetta gengur ekki lengur, ég er bara ekkert þreyttur vegna þess að mér tókst að sofna í dag, en það var þannig að ég sat inni í sófa og var að surfa eitthvað svo man ég ekki meira fyrr en ég vakna, þá lagstur niður í sófann með teppi ofan á mér og mundi ekkert eftir því að hafa gert það, sest upp tölvan dauð (batteríslaus) og mér illt í bakinu. Ég skil ekki með aldrinum þarf maður alltaf minni og minni svefn, ég man þegar ég gat sofið meirihlutann af sólarhringnum og margir geta vottað fyrir það að t.d. í 8 - 10 bekk þá fór ég heim í hádeginu og lagði mig mætti aftur í skólann var til svona 3, 4 fór heim svaf fram á kvöldmat borðaði og fór svo út og svo var maður kominn heim svona 11, 12, og farinn að sofa 2. Maður lifði fyrir svefn og vídjó en í dag lifir maður fyrir vinnu og pening. Ég sakna þess að vera ungur.

Jæja best að skella í kjaftinn á sér og lesa eitthvað til að gera sig þreyttann....

Zorro out....

föstudagur, nóvember 05, 2004

"Geisp...."

Já maður er orðinn þreyttur, enda klukkan orðin hálf tvö. Er að fara að vinna í fyrramálið kl. 07:00 en ég hugsa að þetta verði stuttur dagur á morgun en Laugardagurinn verður tekinn með trompi og byrjað að vinna sennilega kl. 06:00 og unnið til svona 15:00 (í kringum það) og svo verður farið á Gaukinn um kvöldið. Ætli maður eigi ekki eftir að vera þreyttur, jú býst við því.

Snæfell unnu leikinn heima í kvöld með mörgum stigum, sem er mjög gott.

Ég veit ekki hvað maður á að segja jú ég var að vinna í gær drulluveikur var ælandi allann fokking daginn, en maður lét það nú ekki stoppa sig og vann til kl. 19:00 þrátt fyrir það.

Snæfellssíðan er komin í gang aftur eftir langa pásu, allt gott með það.

Vá þetta er orðinn þreyttur pistill ég veit ekki einu sinni hvað ég er að skrifa.

Brimrún litla systir varð 5 ára í dag, en ég fór ekki í veislu þannig að maður verður að eiga köku næst þegar hún kemur í bæinn. Það er ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða, mér finnst það hafi verið í fyrra sem hún fæddist aðeins 7,5 merkur og Baby born föt voru of stór á hana og svo er hún að byrja í skóla á næsta ári, þetta er, eins og var sungið hér um árið "it's unbelivable!"

Já ég fékk þennan frábæra vírus í tölvuna um daginn og það endaði með því að ég þurfti að strauja hana og setja allt upp aftur. Þvílíkt hvað það var svekkjandi að þurfa að gera þetta, sérstaklega þegar maður er ekki með backup af öllum sínum gögnum inn á vélinni. Allar mínar ljósmyndir, öll tónlistin, allt, farið. Myndirnar rúmuðu tæpt gígabæt og lögin rúm 3 gígabæt. Ég gæti ekki verið svekktari, en það er nú í lagi með helvítis lögin það er hægt að ná í þau aftur, en myndirnar eru horfnar.

Jæja talvan farin að öskra á mann að hún sé að verða batteríslaus og straumbreytirinn inni í herbergi. Þannig að ég bíð bara góða nótt.

Zorro out....