föstudagur, nóvember 26, 2004

Allt að verða vitlaust....

Já það er allt að verða vitlaust á spjallsíðum sportsins útaf þessu drasli með launaþakið og allt draslið. Nú á að fara að banna leikmönnum snæfells að þjálfa yngriflokka, bara "how fucked up is that", ég skil þetta ekki en mér persónulega finnst þetta bara vera árás eða kannski má kalla þetta einelti, svei mér þá ég veit ekki hvort þetta er.

Ég gerði skrýtinn hlut í gær en ég fór á vef Stykkishólms bæjar og skoðaði þar ljósmyndasafnið. fann ég fullt af þessum líka frábæru myndum og verð ég að skella einni hérna inn Sjáiði þetta

Ég er búinn að vinna eins og geðsjúklingur í þessum mánuði og var að telja saman tímafjöldann minn og er hann kominn í 240 klukkustundir, sem er að mínu mati geðveiki, ég er búinn að fá 3 frídaga í það heila en verð að vísu í fríi alla helgina, þannig að þeir verða 5.

Manni er farið að hlakka ískyggilega mikið til að koma heim yfir jólin, maður á sennilega eftir að villast maður hefur ekki komið heim svo lengi. Ég hef ekki komið síðan á Dönskum dögum vestur í hólm og er maður farinn að sakna þess að geta farið út og tekið bryggjurúnt stokkið á bensó og gripið kók og svínabjúgu. Ahhh!!! mig hlakkar til.

Jæja best að fara að spila á gítarinn, maður er búinn að spila svo lítið þennan mánuðinn að maður verður að taka það upp á frídögum og í jólafríinu.

Smá spurningakeppni (ég er ekki búinn að ákveða verðlaun ennþá):

1. Hvaða lag byrjar með þessari línu og með hverjum "Sheets of empty canvas..."
2. Sama með þessa línu "And I feel that time's a wasted go..."
3. Og þessa "Livin' easy, livin' free..."

Zorro out....