mánudagur, nóvember 08, 2004

Fín helgi....

Ég átti fína helgi, eða svo má segja. Hún byrjaði nú á föstudagsnóttina þegar ég svaf ekki dúr, ekki einu sinni dorm. Fór að vinna kl. 06:00 upp í kringlu og vann til 15:00 fór þá heim og lagði mig til kl. 17:00, fór á KFC og fékk mér að éta fór svo heim og fór í sturtu og fékk mér bjór, fékk mér svo annan bjór og svo skutlaði Herdís mér til Ella frænda og þaðan fórum við á gaukinn, en við vorum mættir þangað kl. 20:30, þar sem það var kynningarkvöld hjá spörtunum, en það er kallaklúbbur sem Elli og vinir hans stofnuðu. Þar var kippa af bjór á mann og svo tilboð á barnum eftir það (gott tilboð), maður drakk þessa kippu og svona 8 - 10 eplasnafsstaup og "holy shit" hvað ég var drukkinn þarna sat maður og spjallaði þar til klukkan var orðin 02:30 en þá var ég orðinn svo drukkinn að ég dreif mig heim. En þrátt fyrir þessa miklu ölvun var ég ekki vitund þunnur á sunnudeginum. En síðan þá hefur lífið gengið sinn vanagang.

Við drifum okkur í bíó á Sunnudaginn en við fórum á myndina Ladder 49, með John Travolta og Joaquin Phoenix. Djöfulsins svaka mynd er þetta, virkilega spennandi og vel gerð. Leikurinn í myndinni er til fyrirmyndar og leikstjórn mjög góð. Þegar ég fór á þessa mynd bjóst ég við svona týpískri Hollywood mynd en þessi kom mér virkilega á óvart þar sem söguþráðurinn er ekki þessi týpíski. En ég er tilbúinn að gefa þessari mynd 5 stjörnur af 5 mögulegum.

Eg sit núna fyrir framan Skjáinn og er að horfa á Dead Like Me, en það eru að mínu mati einir af bestu sjónvarpsþáttum sem framleiddir hafa verið. Þeir eru svo kaldlyndir og húmorinn er svo svartur. Ég mæli hiklaust með því að þeir sem ná Skjánum að horfa á þessa þætti (20:00 á mánudögum), en fyrsti þátturinn var núna að enda.

Ég er farinn að klápa....

Zorro out....