fimmtudagur, desember 30, 2004

Gleðileg jólin....

Já jólin komin og farin og ekki kvarta ég eftir þau. Eyddi þeim í fyrsta skipti hjá tengdó þar sem mamma og siggi eru úti á Kanarí og ekki var það nú slæmt.

búinn að vera í tölvurugli eða ég er nú með tölvuna mína en skjárinn á tölvunni hennar mömmu dó á aðfangadag og ég búinn að vera netlaus síðan en ég fékk lánaðann skjá hjá frændfólki til að komast á netið og í Call of Duty.

Ég er bara í góðum fíling og bíð spenntur eftir áramótum, ég held að stefnan sé tekin á fiskana en er samt ekki viss, maður fer þangað sem straumurinn liggur.

segja þetta nóg í bili....

Zorro out....

fimmtudagur, desember 23, 2004

Burrr.....

Já það var kalt í höfuðborginni í dag. Ég heyrði í mömmu og þau sátu á sundlaugarbakkanum í sundfötum og voru að slappa af í sólinni og Björg var að leika sér í lauginni, þetta er svolítið ósanngjarnt. En kuldinn fylgir víst jólunum á flestum stöðum en hann er alltaf á íslandi, allt fokking árið.

Yeahh!!! við komum í hólminn á morgun, shit hvað mig hlakkar til. Herdís er að vinna til 23:00 í kvöld en er komin með frí á morgun. Einhverra hluta vegna, mér skildist að það hafi verið einhver miskilningur, en það er bara mjög gott. Þá getur maður sennilega verið fyrr á ferðinni.

Nýju uppáhalds þættirnir mínir eru án efa "That 70's Show", ég er búinn að horfa núna á fyrstu tvær seríurnar og þetta er endalaust fyndið. Ég hef horft á þetta einn þar sem Herdís er ekki alveg að fíla þetta og ég sit og hlæ og hlæ, aleinn, ekki eru það margir þættir sem gera mér það.

En við sjáumst kannski á morgun og ef ekki á morgun þá sjáumst við allavega um jólin og fram yfir áramót.

Zorro out....

þriðjudagur, desember 21, 2004

Brekkan er kennd er við lækinn...

Já fórum í gærkveldi á Lækjarbrekku, á jólahlaðborð sem var með eindæmum gott, ég smakkaði eiginlega allt og hef aldrei á ævi minni verið eins saddur og þá. Þetta var allt hvert öðru betra hjá þeim og það besta var að við borguðum ekki krónu.

Nú er þetta að skella á, þ.e.a.s. jólin og allt það. Mamma, Siggi og Björg fara út í dag. Heyrði í mömmu í morgun og þau áttu að fljúga út klukkan 9 en þegar þau voru búin að skrá sig inn og komin upp í fríhöfn klukkan 8 þá fengu þau að vita það að fluginu var seinkað til hádegis, þannig að þau eru væntanlega að labba um borð í vélina núna eða eitthvað.

Jæja það er einhver ritstífla hjá mér í dag þannig að ég ætla að fara að horfa á That 70's show, snilld....

Zorro out....

föstudagur, desember 17, 2004

Jólaskjóla...

Já já, nú er maður kominn í frí fram yfir áramót. Ekki seinna vænna þar sem maður er búinn að vinna 170 klst. það sem af er mánuði, sem er nokkuð gott.
Svo verður maður í yfirlæti á brekkunni sem kennd er við lækinn, nánar tiltekið Lækjarbrekku á mánudagskvöldið, en Gólfþjónustan er að bjóða mér og Herdísi á hlaðborð, ekki verður það nú amalegt að fara og éta eins mikið og maður getur í sig látið og ekki borga krónu.

Annars er manni farið að hlakka all svakalega til að koma í hólminn þar sem maður hefur ekki látið sjá sig síðan á dönskum dögum, nema eitthvað svona fram og tilbaka ferðir á meðan maður var að vesenast í íbúðarkaupunum. Þannig að maður vonast til að það verði stuð á bæjarbúum yfir hátíðirnar.

Svo er nú ekki ómerkari maður en geðsjúklingurinn Bobby Fisher, konungur allra nörda í heiminum að koma á klakann til að eiga heima hér, þar sem hann þarf að vera í fangelsi allstaðar annarstaðar fyrir skák sem hann telfdi í júgóslavíu eða sovétríkjunum eða eitthvað árið 197?, eða eitthvað álíka.

Ég veit nú ekki hvað maður á segja meira þar sem maður er ekki búinn að fylgjast með neinu nema draumum og því sem X-ið 977 hefur að segja síðastliðinn mánuð, nema það að um jólin munu margar súpiskjólur tæmast og bímerar munu krímera í hvert skipti sem tækifæri gefst.

Zorro out....

sunnudagur, desember 05, 2004

Mjög gott....

Ég ákvað um daginn að skella mér á eitt stykki flakkara, fyrir þá sem ekki vita hvað það er þá er það box sem hægt er að skella hörðum diskum í og þá er maður kominn með utaná liggjandi harðann disk sem hægt er að ferðast með eftir löngun. Ég skellti stóra disknum mínum í hann sem er fullur af þáttum og bíómyndum svo ég þyrfti ekki að nota stóra rokkinn eins mikið þar sem hann er að syngja sitt síðasta þessa dagana. Það tók hann tæpar 10 mín. að kveikja á sér um daginn og tæpar 5 mín. að slökkva á sér og svo er hann viðbjóður í vinnslu, en hefur staðið fyrir sínu.

Keypti mér líka nýja U2 diskinn og fékk limited útgáfuna með bók og DVD, þvílíkt hvað þessi diskur er mikil snilld, ég er ekki búinn að hlusta á neitt annað en þennan blessaða disk síðan ég fékk hann.

Við settum upp smá jól hérna í ghettóinu í gærkvöldi hentum upp seríu og einhverju jóladrasli, allt orðið voða flott.

Kristján Jóhannsson er maðurinn á vörum allra í dag (eða var það í gær og fyrradag) en allavega hvernig dettur manninum í hug að vera svona mikill fáviti, ég held ég hafi aldrei heyrt eins veruleikafirrtann mann tala. Þegar hann sagði við konuna í Kastljóinu: "Þú ert orðin svo reið að þú ert bara orðin rauð á milli brjóstana" og þegar hann byrjaði að niðurlægja dóttur sína, þá hætti ég að horfa, maður segir ekki svona: "...Svo þarf ég að gista hjá dóttur minni og borða venjulegan mat...", maður segir ekki svona. Hann er veruleikafirrtur fáviti.

Mínir menn í man.utd. að gera góða hluti þessa dagana búnir núna á stuttum tíma að vinna Arsenal í tvígang og í seinni leiknum skoruðu þeir eftir 18 sekúndur, sem er nokkuð gott.

Já ég er einn heima í augnablikinu, Herdís að vinna þannig að ég er að pæla í að fara að gera nágrannana geðveika með því að spila hátt á gítarinn og syngja hátt með.

Zorro out....