þriðjudagur, desember 21, 2004

Brekkan er kennd er við lækinn...

Já fórum í gærkveldi á Lækjarbrekku, á jólahlaðborð sem var með eindæmum gott, ég smakkaði eiginlega allt og hef aldrei á ævi minni verið eins saddur og þá. Þetta var allt hvert öðru betra hjá þeim og það besta var að við borguðum ekki krónu.

Nú er þetta að skella á, þ.e.a.s. jólin og allt það. Mamma, Siggi og Björg fara út í dag. Heyrði í mömmu í morgun og þau áttu að fljúga út klukkan 9 en þegar þau voru búin að skrá sig inn og komin upp í fríhöfn klukkan 8 þá fengu þau að vita það að fluginu var seinkað til hádegis, þannig að þau eru væntanlega að labba um borð í vélina núna eða eitthvað.

Jæja það er einhver ritstífla hjá mér í dag þannig að ég ætla að fara að horfa á That 70's show, snilld....

Zorro out....