fimmtudagur, desember 23, 2004

Burrr.....

Já það var kalt í höfuðborginni í dag. Ég heyrði í mömmu og þau sátu á sundlaugarbakkanum í sundfötum og voru að slappa af í sólinni og Björg var að leika sér í lauginni, þetta er svolítið ósanngjarnt. En kuldinn fylgir víst jólunum á flestum stöðum en hann er alltaf á íslandi, allt fokking árið.

Yeahh!!! við komum í hólminn á morgun, shit hvað mig hlakkar til. Herdís er að vinna til 23:00 í kvöld en er komin með frí á morgun. Einhverra hluta vegna, mér skildist að það hafi verið einhver miskilningur, en það er bara mjög gott. Þá getur maður sennilega verið fyrr á ferðinni.

Nýju uppáhalds þættirnir mínir eru án efa "That 70's Show", ég er búinn að horfa núna á fyrstu tvær seríurnar og þetta er endalaust fyndið. Ég hef horft á þetta einn þar sem Herdís er ekki alveg að fíla þetta og ég sit og hlæ og hlæ, aleinn, ekki eru það margir þættir sem gera mér það.

En við sjáumst kannski á morgun og ef ekki á morgun þá sjáumst við allavega um jólin og fram yfir áramót.

Zorro out....