fimmtudagur, desember 30, 2004

Gleðileg jólin....

Já jólin komin og farin og ekki kvarta ég eftir þau. Eyddi þeim í fyrsta skipti hjá tengdó þar sem mamma og siggi eru úti á Kanarí og ekki var það nú slæmt.

búinn að vera í tölvurugli eða ég er nú með tölvuna mína en skjárinn á tölvunni hennar mömmu dó á aðfangadag og ég búinn að vera netlaus síðan en ég fékk lánaðann skjá hjá frændfólki til að komast á netið og í Call of Duty.

Ég er bara í góðum fíling og bíð spenntur eftir áramótum, ég held að stefnan sé tekin á fiskana en er samt ekki viss, maður fer þangað sem straumurinn liggur.

segja þetta nóg í bili....

Zorro out....