föstudagur, desember 17, 2004

Jólaskjóla...

Já já, nú er maður kominn í frí fram yfir áramót. Ekki seinna vænna þar sem maður er búinn að vinna 170 klst. það sem af er mánuði, sem er nokkuð gott.
Svo verður maður í yfirlæti á brekkunni sem kennd er við lækinn, nánar tiltekið Lækjarbrekku á mánudagskvöldið, en Gólfþjónustan er að bjóða mér og Herdísi á hlaðborð, ekki verður það nú amalegt að fara og éta eins mikið og maður getur í sig látið og ekki borga krónu.

Annars er manni farið að hlakka all svakalega til að koma í hólminn þar sem maður hefur ekki látið sjá sig síðan á dönskum dögum, nema eitthvað svona fram og tilbaka ferðir á meðan maður var að vesenast í íbúðarkaupunum. Þannig að maður vonast til að það verði stuð á bæjarbúum yfir hátíðirnar.

Svo er nú ekki ómerkari maður en geðsjúklingurinn Bobby Fisher, konungur allra nörda í heiminum að koma á klakann til að eiga heima hér, þar sem hann þarf að vera í fangelsi allstaðar annarstaðar fyrir skák sem hann telfdi í júgóslavíu eða sovétríkjunum eða eitthvað árið 197?, eða eitthvað álíka.

Ég veit nú ekki hvað maður á segja meira þar sem maður er ekki búinn að fylgjast með neinu nema draumum og því sem X-ið 977 hefur að segja síðastliðinn mánuð, nema það að um jólin munu margar súpiskjólur tæmast og bímerar munu krímera í hvert skipti sem tækifæri gefst.

Zorro out....