sunnudagur, desember 05, 2004

Mjög gott....

Ég ákvað um daginn að skella mér á eitt stykki flakkara, fyrir þá sem ekki vita hvað það er þá er það box sem hægt er að skella hörðum diskum í og þá er maður kominn með utaná liggjandi harðann disk sem hægt er að ferðast með eftir löngun. Ég skellti stóra disknum mínum í hann sem er fullur af þáttum og bíómyndum svo ég þyrfti ekki að nota stóra rokkinn eins mikið þar sem hann er að syngja sitt síðasta þessa dagana. Það tók hann tæpar 10 mín. að kveikja á sér um daginn og tæpar 5 mín. að slökkva á sér og svo er hann viðbjóður í vinnslu, en hefur staðið fyrir sínu.

Keypti mér líka nýja U2 diskinn og fékk limited útgáfuna með bók og DVD, þvílíkt hvað þessi diskur er mikil snilld, ég er ekki búinn að hlusta á neitt annað en þennan blessaða disk síðan ég fékk hann.

Við settum upp smá jól hérna í ghettóinu í gærkvöldi hentum upp seríu og einhverju jóladrasli, allt orðið voða flott.

Kristján Jóhannsson er maðurinn á vörum allra í dag (eða var það í gær og fyrradag) en allavega hvernig dettur manninum í hug að vera svona mikill fáviti, ég held ég hafi aldrei heyrt eins veruleikafirrtann mann tala. Þegar hann sagði við konuna í Kastljóinu: "Þú ert orðin svo reið að þú ert bara orðin rauð á milli brjóstana" og þegar hann byrjaði að niðurlægja dóttur sína, þá hætti ég að horfa, maður segir ekki svona: "...Svo þarf ég að gista hjá dóttur minni og borða venjulegan mat...", maður segir ekki svona. Hann er veruleikafirrtur fáviti.

Mínir menn í man.utd. að gera góða hluti þessa dagana búnir núna á stuttum tíma að vinna Arsenal í tvígang og í seinni leiknum skoruðu þeir eftir 18 sekúndur, sem er nokkuð gott.

Já ég er einn heima í augnablikinu, Herdís að vinna þannig að ég er að pæla í að fara að gera nágrannana geðveika með því að spila hátt á gítarinn og syngja hátt með.

Zorro out....