sunnudagur, janúar 30, 2005

Jahh viti menn...

Ég er ennþá lifandi og ákvað að skella inn einum pistli þó að ég hafi ekki hugmynd um það hvort einhver villist hingað inn ennþá (ef svo er endilega commentiði á frammistöðuna).

Ég er ekki búinn að vera að gera mikið eftir áramótin sem áttu sér stað fyrir mánuði síðan, allaveganna ekkert merkilegt. Ég er jú búinn að vinna eins og hestur eins og venjulega, horfa mikið á þætti og myndir, lítið sem ekkert búinn að djamma, bara þetta venjulega.

Ég er ennþá að jafna mig eftir svakalega törn sem við tókum í vinnuni í síðustu viku, en þannig var að við þurftum að fara að slípa einhvern sal á einhverri heimagistingu rétt hjá höfn í hornafirði. Við leggjum af stað kl. 05:00 á mánudeginum og erum komnir þangað á hádegi þar sem vegurinn yfir mýrdalssandinn var ekkert nema ísfilma og við á ónelgdum dekkjum og þurftum því að keyra á 30 km/klst max. Við erum byrjaðir að vinna um hálf 2 og sjáum fram á það að þetta verður eintómt helvíti og pöntuðum meiri pappír og fengum annan mann til að koma líka, við hættum að vinna kl. 21:00 á mánudeginum og fórum að sofa. Á þriðjudeginum byrjuðum við kl. 06:00 og unnum stíft allann daginn fram á miðnætti. Á miðvikudeginum byrjuðum við líka kl. 06:00 og unnum stíft þangað til að við vorum búnir að öllu kl. 05:00 morguninn eftir. En þá var ekki haldið af stað í bælið heldur var lagt í hann til Reykjavíkur þar sem maðurinn sem við fengum var að fara í eitthvað atvinnuviðtal strax eftir hádegið á fimmtudeginum. Þannig að það má með sanni segja að ég hafi verið að í 30 klst. þar sem ég gat engann veginn sofnað á leiðinni vegna þrenglsa í bílnum.

Nú er bústaða - reunion komið niður á blað og að ég held þá er kominn bústaður á hreint. Þannig að nú þarf maður að fara að pússa rykið af bústaðadjammgræjunum og leyfa sér að detta í gírinn því þetta skellur á eftir tvær vikur. Loksins segir maður nú bara þar sem þetta er búið að vera í planleggingu í nokkur ár núna. Bara að vona að öll klíkan geri sér fært um að koma.

Svo hefur maður nú verið að pæla í því hvort einhver sniðugur bekkjarfélagi sem býr í hólminum fari ekki að skipuleggja eitt stykki bekkjarreunion, svona áður en við deyjum úr elli. Hvernig væri það nú ???

En allavega er ég farinn að horfa á That 70's show....

Zorro out....